Tónleikar með Túpílökum

Það er ekki að spyrja að framúrskarandi uppákomum í Einarshúsi í nánustu framtíð. Það eru öngvir aðrir en Túpílakarnir sem stíga á stóra sviðið á föstudaginn kemur og koma öllum í glimrandi gott skap. Spurnir berast af töluverðum áhuga á tónleikunum og því má búast við að örtröð geti myndast við innganginn og raðir jafnvel legið niður á höfn. Því má telja tryggara að mæta snemma og hafa fimmtánhundruðkallinn við hendina til að greiða fyrir herlegheitin.

Raðir hafa áður legið frá Einarshúsi niður á höfnina því eitt sinn kviknaði í kjallaranum og reykinn lagði um húsið og sjá má merki þess enn þann dag í dag og loftið í Kjallaranum er sótsvart á köflum. Þá herma sagnir að þá hafi menn myndað röð niður að höfn með fötur sem svett var úr á eldinn þar til hann gaf upp öndina og lét undan. Þá brann eitt og annað af lager verslunarinnar sem var á efri hæðinni og eitt og annað varð eldinum að bráð. Fræg er brunaútsalan sem varð í kjölfarið en þar var m.a. hægt að kaupa skópar á spottprýs eða verulega niðursettu verði. Báðir skórnir voru upp á sama fótinn og af sitt hvorri stærðinni þvi skórinn á móti hafði orðið eldinum að bráð. Slikt þóttu kostakaup í denn og skórnir án efa þótt kostagripir.

Eina brunaútsalan í Einarshúsi um þessar mundir er þegar kolamolinn er á kostakjörum á krepputíma. Landslög banna víst að tala um hlutina eins og þeir eru og því þarf að fara í kringum þá eins og heitan graut og kalla hlutina alls ekki réttum nöfnum til að ginna sakleysinga ekki í gapastokkinn. Kolamolinn er einnig á spottprýs á fimmtudagskvöldum eftir kl. 21:00 og fram á lokun fyrir þá sem eru ginkeyptir fyrir slíkum tilboðum á guðaveigum úr krana Vífilfells.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 635772

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband