Lán í óláni

Sú gamla kemur heim í dag ef háloftavindar verða til friðs með glænýja mjaðmakúlu í stað þeirrar gömlu. Það má reyndar segja að það hafi verið kominn tími til að setja nýja kúlu í kellu því þessi gamla var að verða áttræð og sumir myndu telja að það væri þokkaleg ending. Best hefði þó auðvitað verið ef sú upprunalega hefði dugað til enda, en gott er að geta fengið varahluti ef á þarf að halda. Aðgerðin gekk vel og mamma fór á fætur í gær og fór örlítið á ferðina til að koma blóðinu á hreyfingu. Hún er furðu hress miðað við aldur og fyrri störf og vonandi nær hún sama þrótti og fyrr. Góði eiginleikinn hennar mömmu mun þó án efa flýta mikið fyrir bata því hún er einstaklega jákvæð, svona í seinni tíð, og á auðvelt með að sjá bjartar hliðar á tilverunni og kemur alltaf auga á það hversu lánsöm hún sé, þó ólánið nái í skottið á henni endrum og eins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fer mamma þín á sjúkrahúsið á Ísafirði eða kemur hún heim ? 

Magga Lilja (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Sú gamla er komin á sjúkrahúsið á Ísafirði og leikur þar við hvern sinn fingur. Hún er farinn að ganga um með göngugrindina sína og strikar fram og aftur um húsið með bros á vör. Gamansemin og glettnin hefur ekki glatast og hún gerir stólpagrín af þessu öllu saman enda á hún auðvelt með að sjá broslegar hliðar á tilverunni eins og þú veist. Hún verður örugglega komin heim fyrir jólin og þá er bara að sjá til þess að hún fari ekki askvaðandi í búðirnar í hálkunni til að versla inn

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 15.12.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 34
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 635932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband