Bókaupplestur

Tilvalið telst að geta þess í tíma að upplestur á jólabókum heldur áfram á föstudaginn kemur en þá munu Kristín Magnúsdóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir lesa upp úr bókum sem út koma fyrir jólin. Benni Sig ætlar að mæta með nikkuna og spila nokkur jólalög til að setja punktinn yfir i-ið í súpunni í hádeginu.

Það er því lag fyrir þá sem dæsa þungt og væla armæðulega yfir því hve lítið er um að vera í bænum að taka hádegið frá og mæta EKKI í hádegisverðinn til að tryggja það að hægt sé að vera áfram ygldur á brún yfir því eymdarástandi sem ríkir í bæjarfélaginu. Vertinn mun nefnilega leika á þá og halda sérstakt armæðukvöld á nýju ári þar sem armæðusöngur mun óma milli þylja og kvein og kvart fær að njóta sín sem aldrei fyrr Wink

Annars þá er brátt síðasti sjéns að skrifa sig á jólahlaðborðið á laugardagskvöldið en Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir er veislustjóri. Ef henni kippir í kynið þá veltur án efa út úr henni glettnin og grínið kvöldið út í gegn. Benni Sig mun svo einnig mæta á stóra sviðið um helgina og leika út í rauða nóttina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband