Álit á Pétri og Einari á leikhús.is

Ég átti þess kost fyrir nokkru síðan að sjá einleikinn Pétur og Einar sem sýndur hefur verið að undanförnu í svokölluðu Einarshúsi í Bolungarvík. Eins og segir í kynningu hér að framan þá bjuggu þeir báðir í húsinu á sínum tíma, Pétur og Einar. Þegar ég var að alast upp í Bolungarvík stóð veldi Einars Guðfinnsonar einna hæst, en ég er fæddur árið 1955. Mér fannst ég raunverulega vera tekinn aftur um tugi ára, svo sannfærandi var túlkun og framsetning Elvars Loga á viðfangsefninu. Þar hafði umgjörðin auðvitað sitt að segja, en húsið hefur nýlega verið gert upp með snilldarlegum hætti þannig að gamli tíminn hefur fengið að njóta sín. Elvari Loga tekst síðan með framsetningu sinni að glæða húsið lífi og draga fram "sál" þess ef svo má að orði komast. Þeim Elvari Loga og höfundinum, Soffíu Vagnsdóttur, hefur tekist þarna afar vel til og Ragna Magnúsdóttir, vert í Einarshúsi, á heiður skilinn fyrir framtakið. Ég skora á alla þá sem hafa þess kost, að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara og skella sér á aðra hvora sýninguna nú síðar í mánuðinum.
Jónmundur Kjartansson  

Þessi einleikur var settur upp í Einarshúsi í Bolungarvík. Elvar Logi leikari rekur sögu fjölskyldna Einars og Péturs í húsinu. Hann kemur því vel til skila og þetta er stórvel skrifað og skilar Elvar Logi því frábærlega til áhorfenda. Systurnar hlátur og grátur bjuggu í góðu samkomulagi lengi í Einarshúsi, Þetta stykki hrífur mann til baka í söguna og skilur eftir ilminn lengi á eftir.
Halla Signý Kristjánsdóttir  

Frábær sýning og Elvar Logi vinnur leiksigur enn einu sinni. Sagan um Pétur og Einar er mjög merkileg og eru henni gerð góð skil á afar skemmtilegan og magnþrungin máta, allt í einum pakka.

Ég bæði hló mig vitlausan sem og þurfti að þurrka tár af hvarmi þar sem erfið atvik úr sögu Bolvíkinga voru rifjuð upp.

Skylda að sjá þessa sýningu.
Benedikt Sigurðsson  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband