Fjölbreytni

Ragna í göngunumÞað væri synd að segja að fjölbreytileiki einkenndi ekki lífið hjá títtnefndri því allir dagar bjóða upp á eitthvað skemmtilegt og spennandi. Dagurinn í dag var engin undantekning frá þeirri reglu enda naut Vertinn þeirra forréttinda að fá leiðsögn inn Óshlíðargöngin sem nú eru í vinnslu. Það var sérlega skemmtilegt og fróðlegt að sjá verkframvinduna og ekki síður gaman að ná myndum fyrir sem flesta til að njóta á www.vikari.is. Auðvitað þótti tilhlýðilegt að smella mynd af drottningunni við endann á göngunum en til allrar hamingju fór margnefnd úr stutta pilsinu og háhæluðu skónum áður en lagt var í hann, því nokkur drulla var á svæðinu og því betra að vera í vaðstígvélum upp í klof og öðrum tilheyrandi hlífðarfatnaði.

Vertinn getur leyft sér að haga vinnutímanum eftir behag. Hægt er að setjast við tölvuna þegar hentar og tími vinnst til og hægt er með offorsi að stökkva upp þegar minnst varir með myndavélina og taka myndir hirst og her. Með auðveldum hætti er einnig hægt að kjafta sinn inn á samkomur og saumaklúbba sökum tengsla sinna við netmiðil staðarins og kjaftaklúbbar eru upp með sér að fá fréttaritarann í heimsókn og knékrjúpa við minnsta tilefni fyrir títtnefndri. Þeir sem eru í föstu fæði og fljótandi í Einarshúsi dásama einnig það sem er í boði að borða hverju sinni og leggja veðurbarðir verkamenn sig fram við að dásama trakteringarnar enda þora þeir ekki öðru af ótta við stingandi augnaráð Vertsins í Víkinni og hennar skylduliðs. Glöggt má því sjá hve samtakamátturinn er mikill þegar gera á títtnefndri til geðs.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vonandi á ég eftir ad heimsækja vertinn í Víkinni ..Kannski ef ég bregd mér á Sæluhelgi  á Sudureyri eithvart sumarid.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 17.10.2008 kl. 06:22

2 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Vertu velkomin hvenær sem hentar.

Kveðja inn í góðan dag hjá vinum í Danaveldi

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 17.10.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 635777

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband