Undir þínum áhrifum

Vertinn gekk hringinn um bæinn eins og í leiðslu og tunglskinsbjarminn lýsti upp fjallahringinn. Litla byggðarlagið, sem er þó svo stórt þegar á heildina er litið, var svo ævintýralega fallegt. Skýjaslæða hafði verið ofin um himinhvolfið og það var eins og silkiþræðir héldu verndarhendi yfir þorpinu sem veitt hefur skjól frá barnæsku. Stjörnur voru á víð og dreif líkt og demantar á silkiábreiðunni sem huldi bæinn og kvöldið var einstakt og kyrrlátt. Vindurinn hvíslaði huggunarorð um að allt myndi fara vel og tunglið vildi taka títtnefnda og bera hana upp til skýja. Margnefnd varð undir áhrifum af andartakinu og þóttist lukkulegasti Vert í veröldinni að eiga stað eins og Bolungarvík til að halla sér að á ögurstundum. Það var eitthvað við þetta kyrrláta kvöld sem fékk Vertinn í Víkinni til að staldra við og líta spyrjandi til fjallanna í von um svar við ráðgátum dagsins í dag. Er göngutúrinn náði að flæðarmálinu ómaði svarið frá öldunni og ljúf rödd drafnar lét það berast að bærinn stæði keikur með sínu fólki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Mikid er tetta falleg lýsing á umhverfi tínu.....Madur setur sig alveg í stellingar vid lesturinn.

Knús inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 15.10.2008 kl. 06:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband