Jólahlaðborð

Helga Guðrún við jólatréðÞrjú jólahlaðborð verða haldin í Einarshúsi fyrir jólin og er það eðalkokkurinn Snorri Bogason sem mun sjá um matseldina og hantéra guðdómlega rétti sem hæfa hlaðborðum sem þessum. Er nú tilvalið fyrir vinnustaði að panta borð í tíma en hátt í 60  manns rúmast í salnum í Einarshúsi.

Fyrsta jólahlaðborðið verður haldið 29. nóvember og þá mun leikritið Pétur og Einar verða leikið undir borðhaldi. Biggi Olgeirs mætir svo galvaskur með gítarinn síðar um kvöldið í Kjallarann og leikur og syngur út í rauða nóttina. Verð 6.600,- per mann

Annað jólahlaðborðið mun verða haldið 6. desember en þá verður Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir veislustjóri. Benni Sig. mun svo heiðra gesti á jólahlaðborði með nærveru sinni síðar um kvöldið og leika í Kjallaranum fram á nóttina. Verð 5.600,- per mann

Þriðja og síðasta hlaðborðið mun verða 13. desember en þá mun Litli leikklúbburinn í samvinnu við Kómedíuleikhúsið flytja söngdagskrá sem ber heitið " Úti er alltaf að snjóa" sem inniheldur verk Jónasar og Jóns Múla Árnasyni. Hljómsveitin "Haltur leiðir blindan" leikur á stóra sviðinu síðar um kvöldið. Verð 6.600,- per mann.

Þeir sem vilja tryggja sér sæti á herlegheitunum eru beðnir að panta borð fyrr en seinna í síma 456-7901 eða 864-7901


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband