Von

StóðréttirVertinn í Víkinni telur nú enn brýnna en áður að slá á bölsýni og bölmóð enda hefur það verið keppikefli margnefndrar að vera bjartsýn og jákvæð í bloggskrifum sínum. Engin breyting verður þar á þrátt fyrir fréttir dagsins í dag um sviptingar í fjármálaheiminum. Vertinn sér fjölmörg tækifæri í stöðunni og hefur tekið þá ákvörðun að halda haus og brosa framan í heiminn. Krakkarnir á myndinni brostu einnig framan í heiminn á stóðréttunum á sl. helgi er sólin baðaði þau í geislum sínum enda lék allt í lyndi hjá þeim þá eins og nú. Þetta er fríður hópur sem heldur þéttingsfast saman líkt og þjóðin þarf að gera nú á þessum umbrotatímum. Bolungarvíkin mun áfram vera nafli alheimsins og bjargföst er sú trú að hjartað muni halda áfram að slá með sama takti og áður í túninu heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gott ad fá smá jákvædnistal.Takk,takk

Knús inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 7.10.2008 kl. 09:05

2 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Sömuleiðis áttu góðan dag í Danaveldi

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 7.10.2008 kl. 11:26

3 identicon

eitthvað reyndi ég nú að hafa samband til að athuga hvort að ekki yrði kíkt við ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, en það varð nú ekki....

Höskuldur lögga (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 11:47

4 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Dulúðug skilaboð bárust þess efnis á símann og grunur vaknaði strax að sjarmör allra sveita i Húnaþingi væri að leggja snörur fyrir títtnefnda. Það er þó þannig að þegar tignir gestir heiðra sveitir landsins með nærveru sinni verða þegnarnir að leggja sig fram um að mæta á staðinn og berja dásemdina augum í allri sinni mynd.

Ég hefði svo sannarlega þegið að hitta þig innan um aðra graðfola í réttinni um helgina,,,,,,,en það varð nú ekki.....

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 7.10.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 635771

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband