Minnstu munaði...

Vertinn á stóðréttumSólin baðaði Vestfirðingana á stóðréttum í Víðidalnum um helgina og létu vel að Vertinum og hennar skylduliði. Auðvitað vakti títtnefnd óskipta athygli sveitamanna í þessu landbúnaðarhéraði enda hefur önnur eins tískudrós aldrei prílað milli dilka í þessari margumtöluðu Víðidalstungurétt. Glingrið vafðist utan um margnefnda og minnstu munaði að Vertinn í Víkinni yrði boðin upp í misgripum fyrir folald undan landsfrægum hesti úr sveitinni. Folaldið var slegið á fjórtánhundruð þúsund krónur í fyrsta, öðru og þriðja en trúlega hefur útlit og atgervi Vertsins blindað þann sem bauð í og gert það að verkum að því fór sem fór.  Kreppan virðist ekki hafa náð til forríkra hestamanna ef eitthvað er að marka þetta uppboð á skepnunni og eitthvað klink virðist vera eftir í vösum þeirra sem eitt sinn áttu miklu meira en nóg til hnífs og skeiðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tískuheimurinn nær semsagt alla leid á vestfirdina Tad er gott ad einhver á afgang,bara tví midur ekki ég.

Eigdu gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 6.10.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband