Á döfinni

Hægt er að segja það með sanni að fjörið mun standa áfram enn um sinn og stóra sviðið í Kjallaranum verður ekki autt nema fram að næstu helgi því Biggi Olgeirs hefur verið vélaður til að mæta með gítarinn og troða upp á laugardagskvöldið. Það verður auðvitað bráðskemmtilegt eins og ætíð þegar strákurinn mætir og vænta má þess að allir hysji upp um sig sparibuxurnar og fjölmenni í Kjallarann til að hlýða á tóna þessa frábæra tónlistarmanns.

Vertinn verður þó fjarri góðu gamni um helgina því Reykjavík kallar og togar títtnefnda til sín. Það verður auðvitað að heiðra höfuðborgina með nærveru sinni annað slagið enda eiga borgarbúar það skilið að virtar mektarmeyjar úr sjávarþorpum á landbyggðinni dúkki upp annað slagið. Tilefnið er hálfgert ættarmót hjá niðjum Selkotssystra sem eru ættbálkur sem telur ættkvísl skyldmenna og kvenna af sömu fjölskyldunni. Þessi ætt hefur þó blandast nokkuð vel ef marka má þann kynstofn Vertsins í Víkinni sem giftist inn í þessa ætt kotbænda frá Selkoti þó sumum þykji eflaust að margnefnd, sem tilheyrir hinni margfrægu Arnadalsætt, hafi tekið töluvert niður fyrir sig að tengjast Selkotssystraættinni tryggðarböndum. Það mun þó hafa gert útslagið og komið í veg fyrir innri blöndun og úrkynjun fjölskyldunnar, enda telur ættin prímafólk upp til hópa.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 635772

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband