6.1.2008 | 01:19
Í framboð
Einhver hélt að Vertinn ætlaði að draga sig út úr bæjarpólitíkinni til að hafa svigrúm til að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands. Ekki var það ætlunin en hugmyndin virðist ekkert galin þegar á heildina er litið. Nokkuð öruggt má telja að títtnefndur Vert myndi sóma sér betur í þessu embætti en Ástþór nokkur Magnússon sem boðað hefur þátttöku sína í forsetakosningunum. Ekki er þó hægt að segja að hart hafi verið lagt að Vertinum í Víkinni að taka slaginn en eitt er þó vitað fyrir víst að ef 1500 athugasemdir koma við þessa færslu mína mér til stuðnings til framboðs forseta yfir lýðveldinu Íslandi, þá mun málið verða ígrundað af kostgæfni.
Aftur á móti hefur verið hart lagt að mér að sitja sem fastast á bæjarfulltrúastóli og ég mun að sjálfsögðu taka tillit til þeirra óska ef Ólafur Ragnar nær kjöri á ný.
Ef breyta viltu vinur minn
vísast þá með hraði,
lát Ólaf út og Vertann inn
beint á Bessastaði
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Athugasemdir
Þú hefur mitt atkvæði x 1500. Takk fyrir góða stemmningu um jólin á Kjallaranum. Kv, Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson, 6.1.2008 kl. 02:25
Ég stið þig í embættið, en einungis ef þú berst fyrir því að flytja embættið út á land og mér finnst Einarshúsið sóma sér vel sem forsætisbústaður. Ekki spurning!
ég kalla bara eftir fleiri stuðningsatkvæðum
en er ekki búið að breyta lögunum, þarf ekki fleiri stuðningsatkvæði en 1500, ekki að ég haldi að þú náir ekki því ekki bara spýta í lófana.
Halla Signý Kristjánsdóttir, 6.1.2008 kl. 14:55
Ég þakka ykkur stuðninginn. Tvær stuðningsyfirlýsingar teljast þó varla nægja til að velta forsetanum úr sessi. Ég les samt það út úr þessum gríðarlega fáu færslum að það fari mér best að vera Vert í Víkinni góðu og að Bessastaðir verði að bíða enn um sinn. Þrátt fyrir að einungis tveir hafi gefið mér atkvæði sitt, lít ég á mig sem sigurvegara komandi forseta kosninga.
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 8.1.2008 kl. 01:14
Þú færð okkar atkvæði
Andri og þórunn (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.