Reiðtúrinn

Lilja á BráFarið var í fyrsta reiðtúr ársins í gær á gæðahrossunum okkar og brokkuðu þeir Brá, Blesi og Tenór með knapa sína með stolti. Þetta eru hreint æðislegir hestar sem fara með okkur eins og hefðarmeyjar. Blesi er tryggur og traustur og ber Vertinn með varúð leiðar sinnar og fetar ljúft og létt áfram veginn. Tenór er vel taminn og hlýðir Elsu, eiganda sínum, í hvívetna og bar hann hana tignarlega um sveitina. Félagi þeirra úr hesthúsunum fékk að fljóta með og bauð Úði Þórunni sæti og brokkaði með reisn okkur við hlið.  Lilja sat Brá út í reiðtúrinn og eins og sjá má á myndinni tekur stelpan sig vel út á þessari moldóttu einstaklega þýðu sóma hryssu. Hvíta snjóbreiðan sem umlukti Víkina lísti upp umhverfið og það gustaði um knapana er þeir þustu um Syðridalinn og þessi ferð toppaði svo sannarlega daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 635638

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband