Minni Kvenna

Ó, žiš yndislegu konur, hvar vęrum viš aumir karlar įn ykkar? Žiš eruš forsendan fyrir gęfu okkar og įstęša žess aš viš njótum okkar svo vel sem raun ber vitni. Žiš eigiš skiliš hrós og lof eša eins og stendur ķ hinu forna kvęši: Móšir, kona, meyja meštak lof og prķs, veskś plķs. Žaš eru ekki litlar kröfur og vęntingar sem žiš žurfiš aš uppfylla.  Žiš eigiš aš mennta ykkur og krękja ķ góšar stöšur į vinnumarkaši , vinna fullan vinnudag og samt aš eiga snyrtilegt heimili sem gljįir eins og žiš vęruš ķ fullu starfi sem hśsmęšur. - Žiš eigiš aš krękja ķ góšan mann sem skaffar vel og hlśa aš honum og fjölskyldunni ķ rašhśsi eša einbżlishśsi. Žiš žurfiš aš lesa Séš og heyrt, Mannlķf, Nżtt lķf og Vikuna til aš fylgjast meš svo og Gestgjafanum meš öllum  góšu braušréttunum fyrir saumklśbbinn. Kaupa Hśs og Hķbżli og horfa į Innlit /śtlit, svo aš žiš fįiš brilljant hugmyndir aš nżjum lausnum. Svo veršiš žiš aš hlusta į dęgurmįlaśtvarpiš og hafa skošun į pólitķk, fylgjast meš fréttum, Kastljósi og Silfri Egils.  Žiš žurfiš aš stunda lķkamsrękt, jóga og sund, gera slökunaręfingar og grindarbotnsęfingar, boša hollan mat nóg af trefjum og kalki til aš foršast beinžynningu. Žiš eigiš aš leggja af, hętta aš reykja, huga aš umhverfinu, vernda nįttśruna og gera safnhaug ķ garšinum, flokka sorpiš, skola mjólkurfernur og geyma ķ poka,  aš ekki sé minnst į įlfabikarinn sem allar įbyrgar konur žekkja. Žiš žurfiš aš lesa bęklinginn frį Hagkaup, Elko og Rśmfatalagernum og fylgjast meš bestu tilbošunum, standa ķ bišröšinni ķ Bónus til aš spara 20 krónur į tannkremstśpunni. Kaupa fisk ķ heildsölu, taka slįtur og baka bollur til aš eiga ķ kistunni ef žaš kęmu óvęntir gestir. Taka til ķ eldhśsskįpunum og setja allt ķ Tuppever dollur af réttri stęrš og žurrka svo af meš öllum flottu og dżru klśtunum sem  žiš keyptuš į heimakynningunni. Žiš megiš žrķfa bķlinn,  planta haustlaukunum, bera į sumarbśstašinn og vera i honum vegna žess aš hann kostar svo mikiš. Sinna börnunum, passa aš žau męti ķ spilatķma, fótbolta afmęli og tannréttingar og helst aš fara reglulega ķ fjöruferšir, göngutśra eša ķ sund žvķ ef fjölskyldan gerir ekki eitthvaš saman fara börnin ķ hundana og lenda ķ dópi og rugli.  svo žarf aš męta į foreldrafundi, foreldrarölt og hjįlpa krökkunum aš selja klósettpappķr til aš komast į pollamótiš. Žiš beriš hitann og žungan af žvķ aš rękta ęttartengslin viš foreldra, systkini, ömmur, afa, gamlar fręnkur, börn, tengdabörn, barnabörn, stjśpbörnog fósturbörn , muniš alla afmęlisdaga, skirnardaga og brśškaupsafmęli, žó enginn muni eftir ykkur. Žiš hlśiš aš įstinni, rómatķkinni, kryddiš tilveruna hugsiš um aš rękta sambandiš viš makann, t.d.. meš žvi aš eiga flotta samfellu og blśndubuxur og fara reglulega ķ vax og neglur. Žiš yndislegu konur, sem alltaf setjiš žarfir annarra ofar ykkar eigin žörfum, įn ykkar vęrum viš karlmennirnir handalausir, allslausir og vonlausir, nśll og nix.Ykkur til heišurs hefjum viš glösin og segjum skįl og stķgum svo į stokk og syngjum Fósturlandsins Freyja

 

Žetta "Minni kvenna" flutti Einar Gušmundsson svo eftirminnilega į žorrablótinu ķ janśar sl. og lengi veršur ķ minnum haft. Nżr karlmašur mun fara meš minni okkar kvenna į žorrablótinu ķ nęsta mįnuši og žaš er tilhlökkunarefni aš sjį hver mun feta ķ fótspor Einars.                       

               


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh ég fékk alveg gęsahśš og flashback žegar ég las žetta minni kvenna sem Einar flutti svo glęsilega į blótinu ķ fyrra. Spurning um aš flytja ekki lögheimiliš sušur fyrren um mišjan febrśar og skella sér vestur į blót ;). njé.. ętli žaš vęri nś ekki hįlf klént?! Hlakka annars til aš koma aftur ķ Kjallarann til žķn, į eftir aš sakna žess grķšarlega aš kķkja žangaš ķ eina krśs eša tvęr. Alltaf jafn gaman og kósķ. Leišinlegt aš heyra hvernig žorlįksmessu lauk - ekki beint ķ anda jólanna. Vonandi veršur hęgt aš laga gripinn góša, alltaf svo sorglegt žegar svona dżrmętir hlutir skemmast.

Biš aš heilsa ķ Vķkina fögru,

Ilmur og co.

Ilmur (IP-tala skrįš) 28.12.2007 kl. 01:26

2 Smįmynd: Halla Signż Kristjįnsdóttir

Frįbęr pistill! Fósturlandsins freyja og allt žaš, móšir kona meyja.

svo er til mįltęki sem segir "konur eru konum verstar" viss um aš žaš er einhver karl sem bjó žetta til žvķ žeir bera af sér įbyrgš į öllu og žessu lķka. En svo įtta žeir sig vonandi.

Varandi kvenréttindi og žaš,, hvernig er meš konur ķ Vķkinni, ętlar žessi žorrablótsnefnd EKKERT aš gera til aš laga mannréttindi hvaš varšar žorrablóšiš?? eša er hśn jafngeld eins og fyrri nefndir?

Konur eru konum verstar!! uuuuhhh er žetta kannski svolķtiš til ķ žessu? 

Eša taka af skariš og lįta žetta heita réttu nafni alla vegna?

kvešja śr sveitinni! 

Halla Signż Kristjįnsdóttir, 29.12.2007 kl. 13:36

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Įgśst 2025
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nżjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband