3.12.2007 | 01:31
Hringsólað í háloftunum
Fokkerinn hnitaði ótal hringi yfir Ísafjarðardjúpi um hádegisbilið á laugardag með Vertinn innanborðs. Él hafði tekið stefnuna á Skutulsfjörð og lá þar yfir með þeim afleiðingum að flugvélin gat ekki lent og þurfti þess vegna að hinkra augnablik í háloftunum. Ef marka mátti bílana alla í hlaðinu á Garðsstöðum sem blöstu við farþegum út um gluggann úr flugvélinni, hefði mátt halda að fjölmennt ættarmót væri í hámarki en trúlega er þetta hluti af bílasafni Garðsstaðabóndans sem haldinn er óbilandi áhuga á bílum af öllu tagi. Vigur gaf okkur auga af og til að leit til vélarinnar með vorkunn í hverjum hól og hverri hæð og sussaði á veðurguðina með hasti. Að endingu lét éljagangur undan og hjól vélarinnar sigu niður og stefnan var tekin á Ísafjarðarflugvöll sem tók okkur fagnandi og feginleiki liðaðist um farþega þegar vélin snerti vestfirska fóstur jörð.
Einarshúsið beið mín þegar ég kom heim, því stór veisla var fyrirhuguð um kvöldið og rétt átti eftir að reka endahnútinn á ýmislegt eins og að klára að smíða utan um hurðirnar og gluggana, mála geregtin, hengja upp gardínustangir og stytta gardínur og setja þær upp. Það átti eftir að mála lista og fá lánuð borð, leggja á borð og þrífa allt og skreyta. Allt var þó tilbúið í tíma og kvöldið heppnaðist með ágætum. Fólk naut þess að fá að líta þennan nýja matsal í Einarshúsi augum í fyrsta sinn og fá að gæða sér á frábærum kræsingum sem í boði voru á þessu fyrsta jólahlaðborði sem haldið hefur verið í húsinu. Benni mundaði nikkuna sína af mikilli fimi og Hákon Seljan fór á kostum sem veislustjóri allt kvöldið og allt var eins og blómstrið eina. Benni og Jón Hallfreð, sem kallast í daglegu tali Halli, léku af fingrum fram fram á rauða nótt. Þeir voru hreint út sagt frábærir og sérstakt tilhlökkunarefni að fá að hlusta á þá aftur á næsta laugardagskvöld eftir jólahlaðborðið sem þá verður haldið.
Nokkrar mektarmeyjar í plássinu hafa komið á fót bókaklúbb og hittast reglulega til að kryfja hinar og þessar sögur til mergjar. Auðvita fylgja kræsingar og gúmmelaði með í þessum heimsóknum og spjall um eitt og annað tekur drjúgan tíma. Bókmenntafræðingar samtímast myndu án efa vilja vera flugur á vegg er talið berst að söguhetjum í fagurbókmenntum nútímans og þeim umræðum og spekúlasjónum sem fylgja í kjölfarið á lestri á þeim. Aðalatriðið er þó að hittast og hafa gaman því það er alltaf gaman að hitta skemmtilegar konur sérstaklega ef þær eru bráðgáfaðar eins og þessar. Flugdrekahlauparinn var til umræðu í kvöld og ég naut þess að lesa þá bók og hún hélt mér í spennu allan tímann.
Ég hef ekki lesið bók til margra ára því einbeiting var fokin út í veður og vind. Það er algengt að Alkóhólistar glati einbeitingunni í neyslu en hún kemur smátt og smátt til baka þegar bokkan er lögð á hilluna og fólk verður líkari því sem það var og ég finn svo sannarlega mun á mér. Meira að segja jólabarnið innra með mér sem er búið að vera sofandi á verðinum í nokkur ár er líka að vakna úr dvala og ég er farin að hlakka pínulítið til jólanna og byrjuð að setja jólaljós og skreytingar upp á víð og dreif. Ég hafði ekki hlakkað til jólanna nokkuð lengi og ekki fundið til þeirra gleði sem á að vera til staðar í hjartanu þegar hátíð ljóss og friðar gengur í garð. Kvíðinn fyrir öllu því sem þurfti að gera fyrir jólin var stundum þess eðlist að best var að leita í sopann til að gera tilhugsunina um jólaundirbúning bærilegri. Hugurinn var oft upptekinn af einhverju sem litlu sem engu máli skipti og best þótti að slá öllu á frest.
Nú reyni ég að slá hlutunum ekki á frest en einn er sá galli á gjöf Njarðar að tíminn í sólarhringnum nægir mér hreint ekki til að gera allt sem sem ég þarf að gera og klíni ég því öllum trassaskap á tímaskort og kemst upp með það. Stundum gleðst ég þó yfir því að þurfa að fresta einhverju og nú slæ ég frekari bloggskrifum á frest og ég vona að mér gefist tími til að tilla mér við tölvuna mína á morgun og láta vita af mér.
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Athugasemdir
Heyrðu! Af hverju veit ég ekkert af þessum leshring??
Ég er bókaormur hinn mesti og pólitískt viðrini að auki. Mér hlýtur því að vera boðið þar sem ekkert í mínu fari stangast á við neitt hjá öðrum ... :o)...
Ylfa Mist Helgadóttir, 4.12.2007 kl. 00:24
Kannski hóum við í þig þegar við lesum bókina um "Lafði Lokkaprúð" því þú virðist vita svo margt um hárvöxt kvenna. Tel annars tímabært að við verðum bloggvinkonur
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 4.12.2007 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.