28.11.2007 | 01:05
Grá stræti stórborgar
Fokkerinn haggaðist ekki er hann hóf sig á loft með Vertinn í Víkinni á leið sinni til Reykjavíkur. Spegilslétt Ísafjarðardjúpið bylgjaðist yfirvegað og lét sér fátt um finnast þótt títtnefndur Vert tæki stefnuna á höfuðborgina eitt skiptið enn. Hið stórbrotna vestfirska landslag getur treyst því að ég kem alltaf til baka enn hressari og sprækari en áður svo fjöll og firnindi láta sér tíðar ferðir mínar hér á milli í léttu rúmi liggja. Flugferðin var einstaklega góð og ekki er laust við það að ég hafi dottað megnið af leiðinni. Rökkrið umlukti höfuðborgina er ég náði áfangastað og rigningarúði gerði umhverfið sveipað drunga. Umferðin var mikil og bílar kepptust við að koma sér áleiðis heim eftir annríki dagsins og höfuðborgarbúar liðuðust af þolinmæði áfram um grá stræti stórborgar sönglandi saknaðarsöngva um þá tíma þegar hvert heimili átti bara einn bíl og umferðin var minni en hún er nú og leiðin heim ekki eins torsótt. Vertinn rataði rétta leið eins og ætíð og dvelur í góðu yfirlæti hjá tengdó eins og svo oft áður og mun þar dvelja fram í vikuna.
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 635699
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.