26.11.2007 | 13:40
Jólahlaðborð
Að öllum líkindum verða þrjú jólahlaðborð i Einarshúsi fyrir jólin og hefst það fyrsta 1. desember. Hákon Seljan verður veislustjóri og Benni Sig mun leika á nikkuna sína og gítarinn meðan á borðhaldi stendur. Benni og Halli munu svo trylla lýðinn í Kjallaranum síðar um kvöldið og fram á rauða nóttina. Nokkuð öruggt má telja að það sé uppselt á þetta jólahlaðborð en agnarsmáir hópar komast þó til viðbótar en hver fer að verða síðastur að panta.
Annað jólahlaðborðið verður haldið 8. desember og þá mun Jónas Guðmundsson sýslumaður stýra veislunni styrkri hendi. Benni mun aftur mæta og vonandi með nikkuna sína en hann og Halli ætla aftur að spila fyrir gesti út kvöldið í Kjallaranum. Löngu er orðið upppantað á þetta jólahlaðborð og reikna ég með að Einarshús þurfi að taka á öllu sínu til að koma gestum haganlega fyrir þetta kvöld og munu panelklæddir veggir gliðna hér og þar til að skapa aukið rými fyrir gesti. Það verður þó allt í góðu og ég veit að öllum á eftir að líða vel í fína salnum mínum í Einarshúsi. Nýja borðstofan verður komin í gagnið sem skapar aukin tækifæri og meira pláss.
Þriðja og síðast jólahlaðborðið verður haldið 14. desember en þá mun Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir taka við veislustjórn og veit ég að henni á eftir að farnast það vel úr hendi. Ekki er endanlega ákveðið hvaða tónlistarmenn leika fyrir dansi en nokkrir koma til greina og verður það upplýst síðar. Það skal tekið fram að nú þegar hafa borist fjölmargar pantanir á það jólahlaðborð og ég hvet þá sem vilja koma að láta vita af sér í tíma. Snorri Bogason eðalkokkur frá Ísafirði mun sjá um allar veitingar á þessum guðdómlegu jólahlaðborðum.
Þann 15. desember fer Vertinn í Víkinni með starfsfólkið sitt á jólahlaðborð til strákanna við Pollinn og verður því slagbrandurinn settur fyrir Kjallaradyrnar og öllu slegið upp í kæruleysi.
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 635699
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.