25.11.2007 | 17:45
Söngfuglar
Það er skemmst frá því að segja að gengið var með gleði og glaum inn um gleðinnar dyr í Einarshúsi í nótt eins og svo oft áður og fjölmargir sóttu staðinn heim. Glatt var á hjalla enda tveir töfrandi piltar að halda upp á afmælin sín á staðnum og segja má með sanni að þrátt fyrir töluverðan aldursmun afmælisbarnanna hafi samkvæmið gengið furðu vel og ekki var annað að sjá en að allir skemmtu sér hið besta.
Nokkuð öruggt má telja að Bolungarvík hefur að geyma mikið safn góðra söngvara og tónlistarmanna. Í nótt voru frumflutt ný lög í bland við gömul og textar ómuðu um salinn sem sjaldan eða aldrei hafa heyrst áður. Einarshús dillaði sér taktfast eftir hljóðbylgjum söngfuglanna sem stigu á stokk og lét húsið í ljós velþóknun sína á þessum eðalfínu hljómlistarmönnum. Orri var auðvita langflottastur og með mestu reynsluna i framkomu af flestu tagi. Valdimar kemur fast á hæla hans enda frábær tónlistarmaður og í miklu uppáhaldi hjá Vertinum í Víkinni en einnig ber að telja Arnar Guðmunds frá Ísafirði sem tók lagið í þætti Bubba Morthens og margfrægur fyrir vikið. Fleiri látúnsbarkar tóku lagið og brýndu raddböndin og fengu að láta ljós sitt skína við og við. Það tekur stundum örlítið á að þurfa að halda utan um svona partýkvöld og sjá til þess að allir haldi sig á mottunni og fari ekki yfir strikið. Allt gekk þó að óskum, með einni undantekningu þó, enda eru mínir gestir yfirleitt til fyrirmyndar.
Hlynur Snorrason kom haltrandi með Gumma Sala hálf blindan meðferðis frá Ísafirði en þeir tilheyra stórbandinu " Haltur leiðir blindan". Þeir áttu salinn og slógu í gegn eins og við var að búast. Þessir kappar eru stórskemmtilegir og stóðu sig með mikilli prýði enda hafa þeir verið að æfa sig á slagverk, saxafón og munnhörpur til langs tíma í bílskúrnum heima en auk þess spila þeir á skeiðar og sög þegar allt annað þrýtur. Sönghæfileikar þeirra í bland við gríðarlega góða gítarkunnáttu gerði það að verkum að salurinn heillaðist upp úr skónum og lagavalið var einstakt og féll vel að smekk Vertsins í Víkinni. Ekki spillti fyrir hið lokkandi yfirbragð þeirra Hlyns og Gumma tryllti kvenþjóðina svo að hið rafmagnaða andrúmsloft Kjallarans var um tíma komið á hættustig. Þeir komu vel útbúnir tækjum og tólum eins og sönnum alvöru tónlistarmönnum sæmir og var Gummi með mígrafóninn festan með þar til gerðum höfuðfestingum um höfuðið og söng hann í þetta magnaða apparat af öllum lífs og sálarkröftum. Sálin hans Jóns míns var efst á blaði á efnisskránni sem hefur að geyma langt á annað hundrað laga svo af nógu er að taka. Ég er búin að festa þá aftur í Kjallarann fljótlega og er strax farin að hlakka til.
Hlynur er ekki fyrsti laganna vörður sem tekur lagið í Einarshúsi því Jónmundur Kjartansson hefur tvívegis komið og gripið í gítarinn fyrir gesti og gangandi. Ég vonast til að Jómmi eigi eftir að láta sjá sig við tækifæri og bíð komu hans einnig með eftirvæntingu.
Vertinn í Víkinni er því afskaplega sátt eftir helgina og tilbúin í slaginn að nýju.
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.