Vertinn komin á þing

Vertinn og ráðherrarStór liður í höfuðborgarferðum Vertsins í Víkinni er að hitta mann og annan og ekki var breytt út af þeim vana í þetta sinn. Hið glæsilega hús sem hýsir Alþingi Íslendina var sótt heim og einstaklega skemmtilegt var að sjá þingfund með eigin augum. Nú stendur sem hæst umræða um fjárlagafrumvarpið á alþingi og mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar taka drjúgan tíma og þótti því nauðsynlegt að hittast til skrafs og ráðagerða. Tækifæri gafst til að ræða ýmis mál og fá ráðleggingar er varða fjárútlát í tengslum við eitt og annað í ríkisrekstrinum og einnig þótti tilhlýðilegt að ræða sjósókn og aflabrögð sjómanna frá ómunatíð og samskipti þeirra við bændur til forna. Kynlíf laxa tók einnig sinn tíma í umræðunni og galdrar og galdramenn fyrir vestan fengu sína umfjöllun. Vertinn í Víkinni lagði fram sínar áherslur í ýmsum málum og telur nokkuð öruggt að góður hljómgrunnur hafi verið fyrir þeim. Á myndinni má sjá Vertinn í Víkinni í góðum félagsskap.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband