Jæja

Einhver kvefpest dúkkaði upp fyrir nokkrum vikum og hefur títtnefnd verið eins og ræfill síðan. Það kom svo í ljós í síðasta læknaviðtali að vesalingurinn ég, hef ekkert mótefni til að takast á við flensur og fékk ég því aukreitis innhellingu af mótefni á þriðjudaginn sem á að hressa mig við, enda er ég á leiðinni vestur og verð að vera í formi þegar ég kem þangað í öllu mínu veldi. CMV vírusinn sem ég fékk úti er svo líka farinn að taka sig upp aftur svo við Guðmundur læknir urðum aðeins að spóla til baka og byrja lifjagjafirnar aftur sem drepa hann niður. Þetta er eilífur línudans.

Það er orðið ljóst að ég tek ekki þátt í mottumars því yfirvaraskeggið er farið, tengdadóttirin lagði í það ógnarverk að hreinsa burtu öll óþarfa hár af andlitinu svo ég lít amk út eins og kona núna. Þið getið auðvitað heitið á mig engu að síður og lagt fúlgur inn á reikning minn í sparisjóðnum eða landsbankanum númer 1234.

Ég merki aukna nísku innra með mér sem kemur ábyggilega í beinan karllegg frá stofnfrumugjafanum mínum, þjóðverjanum, því ég tími næstum ekki að kaupa mér spjör án þess að velta því fyrir mér í tíma og ótíma. Veit ekki alveg hvort það er gott eða vont en alkunna er hvað þjóðverjar eru sparir á peninga. Húsbóndinn er þó ofsaglaður yfir þessari nýbreytni og brosir hringinn.

Að öðru leiti gengur lífið sinn vanagang. Títtnefnd missti reyndar húsnæðið og dvelur nú á Hrakhólum 1 á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar fékk ég inni hjá Maddý mágkonu og dvel þar í góðu yfirlæti þar til húsnæðismálin glæðast. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á sjúkrasjóður ekki íbúð hér fyrir sunnan....átti hún ekki að vera fyrir veikt fólk sem er að erinda í bænum...maður er búin að heyra ýmsar sögur um að það sé ekki auðvelt að fá hana...kveðja og gangi þér vel elskan....

Kristin Una Sæmundsdótir (IP-tala skráð) 17.3.2016 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband