4.2.2016 | 21:05
Á leiðinni
Það var svosem vitað mál að stormurinn hertæki Vestfirðina þegar Vertinn ætlaði heim en það er búið að vera hæglætis veður þar undanfarið og allt með ró og spekt. Laugardagurinn lítur þó vel út og vonandi kemst ég aðeins í fjallaloftið i nokkra daga.
Nú er farið að vera tveggja vikna hlé á læknaheimsóknum því allt virðist ganga skv. óskum. Títtnefnd fékk gullfoss og geysi (upp og niðurgang) á dögunum og þornaði algjörlega upp og varð að fara á Borgarspítalann og fá næringu í æð og sterapúst. Sem betur fer var þetta bara flensa og á einum sólarhring var ég búin að losa mig við óværuna og komin heim, geri aðrir betur.
Læknirinn er farinn að minnka lyfjaskammtinn og tók líka eina steratöflu af í leiðinni. Það mun því enda með því að þetta bústna andlit sem ég hef setið uppi með undanfarið hverfi og yfirskeggið og hárin hin í andlitinu fljúgi út í veður og vind og ég verði eins og manneskja á ný.
Þetta er semsagt allt í áttina, er byrjuð i endurhæfingu á Landsspítalanum svo ég verði tilbúin til að fara á Reykjalund.
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Athugasemdir
Frábært hjá þér elsku Ragna ..þú ert ' Perla;hvar sem þú ferð.<3
Kristín Una Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2016 kl. 06:59
Það er frábært að vera á Reykjalundi :) gangi þér vel
Ragnheiður , 6.2.2016 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.