14.1.2016 | 20:41
Fyrsta læknaviðtalið
Vertinn fór í fyrsta læknaviðtalið í dag og í blóðprufur og það gekk eins og í sögu. Lífshættulegi vírusinn er orðinn neikvæður og því horfinn þó einhverjar restar af honum mælist enn í vissum blóðprufum þá mun það fjara út með tímanum og læknar fylgjast bara vel með. Ég bíð eftir að fara á fund með allskyns heilbrigðisstarfsfólki til að meta hvernig sjúkraþjálfuninni skal háttað í framhaldinu en nauðsynlegt er að byggja kerlinguna upp. Í því teymi eru sálfræðingur, prestur, sjúkraþjálfari, hjúkrunarfólk og iðjuþjálfari. Það þýðir ekkert annað en að kalla til alla helstu sérfræðinga til að taka við svona kramaraumingjum eins og mér.
Þessar brauðfætur undir mér verða stundum til trafala og á ég það til að missa fæturna bara hér og þar og þá getur nú verð vandamál að koma sér á lappirnar aftur. Læknirinn sagði að ég ætti að hafa það hugfast að ég hefði gengið í gegnum þá þyngstu lyfjameðferð á sl. þrem mánuðum sem hægt væri að leggja á nokkurn líkama og gæti því búist við því að það taki tíma að jafna sig og ég ætti nokkuð í land með að ná fyrri styrk.
Guðbjörg hjúkka hringdi þó seinnipartinn með þær fréttir að í mig vantaði kalíum og varð ég því að flengjast á apótek eftir lyfjum og þarf ég að koma aftur í blóðprufur í fyrramálið. Ástæðan er trúlega hýsilhöfnun í meltingarveginum eða GvH svo ég er nú ekki alveg sloppin fyrir horn þó ég sé komin heim enda er það vitað mál að eitthvað smotterí gæti komið uppá. Það er líka gott fyrir ónæmiskerfið að fá hýsilhöfnun svona endrum og eins.
Læknirinn sagði mér frá stofnun samtaka Myeloma sjúklinga á Íslandi sem hittast einu sinni í mánuði í Perlunni og ég þarf auðvitað að troða mér í þau samtök hið snarasta og hef þegar lagt drög að því.
Títtnefnd fékk að taka upp veskið i fyrsta skipti í þrjá mánuði vegna læknisheimsókna og lyfja en það plagar nú ekki öryrkjann sem fékk svo gríðarlega hækkun um áramót. Ég átti líka afgang til að kaupa mér miða á Spaugstofuna í Þjóðleikshúsinu annaðkvöld enda komin tíma til að hlæja eins og fífl.
Það er því undan litlu að kvarta í augnablikinu.
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.