7.1.2016 | 23:24
Heim
Þá er rúmlega þriggja mánaða þrautagöngu í Stofnfrumumeðferðinni í Svíþjóð lokið og Vertinn er komin heim á farsældar frón. Bubbi Mortens er farinn að óma í útvarpinu og íslenskar fréttir koma á klukkutíma fresti og lífið er að verða nokkuð eðlilegt á ný. Mér finnst auðvitað að ég ætti að vera orðin fullfrísk núna eftir allt þetta en það verður ekki raunin alveg strax. Nú taka við vikulegar læknaheimsóknir og endurhæfing, væntanlega á Reykjalundi en það mun flýta fyrir bata. Svo kemst ég vestur í fyllingu tímans.
Títtnefnd fékk íbúð á Rauðarárstíg og kemur til með að dvelja þar í einhvern tíma. Nú er ég einungis í meters fjarlægð frá næsta Bolvíking sem er á leið í samskonar meðferð i Svíþjóð en hann býr í íbúðinni á móti, skemmtileg tilviljun.
Læknirinn í Svíþjóð útskrifaði mig með kurt og pí, ánægður með hvað ég komst vel frá þessu öllu. Spurði mig að endingu hvort það væri eitthvað sem hann gæti gert fyrir mig og ég bað hann um að taka undirhökurnar og sprauta þeim á rassinn á mér því nú er það í hámóð. Þá slægi ég tvær flugur í einu höggi, fengi stærri rass og enga undirhöku. Hann kímdi nú bara og sagði að hann gæti ekki uppfyllt þessa ósk mína en þetta steralook myndi hverfa með tímanum þegar ég væri hætt að taka lyfin.
Ég auðvitað svindlaði aðeins og fór í lestina í uppáhaldsbúðina mína í Svíþjóð síðasta daginn og komst þar í rokna útsölu og keypti mér smá, bara af því mér fannst ég eiga það svo skilið. Mér var svo fyrirskipað að hafa andlitsmaska á flugstöðinni og í flugvélinni og ég hlýddi því...næstum.
Síðan ég kom heim hef ég verið eins og landafjandinn út um allt eins og mér hafi verið sleppt úr fangelsi. Fengið heimsóknir og farið í heimsóknir, knúsast í ömmustrákunum mínum og bæði borðað dýrindis fisk og íslenskt lambakjöt. Það var dásamlega gott og var einstaklega " smakkelig maltid" eins og það er sagt pá svensk.
Húsbóndinn slær um sig við Íslendingana og segist hafa farið með mér út en sé nú giftur þýskum sköllóttum karli með yfirvaraskegg.
Það er ekkert annað hægt en að gera grín af þessu því þetta er auðvitað allt bráðfyndið í raun enda nauðsynlegt að geta séð spaugilegu hliðarnar á hlutunum í réttum hlutföllum við alvöru lífsins.
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.