Heimferðaleyfi

Annar dagur sem ég fæ heimferðaleyfi og það er sko yndislegt alveg hreint að geta skipt um umhverfi og farið aðeins á milli húsa. Það hressir bætir og kætir.

Í gær var ég reyndar í 12 tíma hreinsun með vökva í æð til að skola út nýrun en í dag á ég að drekka eins mikið og ég lifandi get og gott ef þetta er ekki allt saman að koma hjá mér. Þá fer vonandi að halla undir heimferð hingað á þetta yndislega McDonaldshus. Stefnt er að því að ég komi heim 5. janúar og vonandi gengur það allt eftir. 

Ég fór í sónar í gær vegna þess að eitthvað sást í lifrinni þarna í spegluninni um daginn en það var bara einhver vessi sem er hættulaus. Trúlega hefur orðið eftir einn einfaldur í lifrinni frá drykkjutímabilinu mínu sem lauk fyrir níu árum síðan. Þess vegna er ég kannski alltaf svona ligeglad.

Cmv vírusinn hækkaði aðeins í blóðinu á milli blóðprufa svo það þarf eitthvað að stilla lyfin skv. því en það hefst allt með tíð og tíma. Það verður þá örugglega haldið áfram á Íslandi og ráða niðurlögum hans en hin skepnan sem ætlaði að ganga af mér dauðri er að hverfa sem er aðalatriðið í þessu öllu saman. 

Ég er því í góðum gír ásamt húsbóndanum sem gætir mín hverja stund.

Mæti aftur á spítalann kl átta í kvöld.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband