20.11.2015 | 16:34
Útblásin
Títtnefnd var mætt niður á Karólinska á tilsettum tíma í morgun í blóðprufur. Vírusinn CMV sem lifir í æði mörgum er byrjaður að færast i aukana svo ég fékk aukalyf til að stemma stigu við honum enda má hann ekki ná sér á strik meðan ónæmiskerfið er í fokki. Ég finn alveg fyrir niðurtröppun steranna og er úthaldslaus og útblásin eins og Hofstungur á hafi úti og með verki í maganum,lystalaus og á bara fullt í fangi með lyfin mín og þá er ég orðin bara stútfull. En ég reyni auðvitað að éta þess á milli því annað væri nú glapræði.
Flestir leigubílstjórar heita Abbullah eða Allah eða eitthvað í þá áttina og rata margir hverjir lítið um borgina. Því fær maður að skrattast borgarhlutanna á milli þegar verið er að keyra manni heim eða þangað sem leiðin liggur. Þá er nú eins gott að húsbóndinn skuli vera ratvís því ég er eins áttavillt og hugsast getur og rata varla á klósettið og aftur til baka.
Vertinn pakkaði inn sjö jólagjöfum í gær. Einhvertímann hefði það nú þótt lítið dagsverkið hjá títtnefndri en svona eru nú dagarnir misjafnir og aðalatriðið er að sætta sig við það bara að sona rúla dagarnir einn af öðrum.
Andri er nýlentur hér í Stokkhólmi tengt vinnunni sinni hjá WOW air og við hittum hann á morgun. Auður systir og hannar skyldulið kemur líka á morgun og stoppar í nokkra daga. Elsa kemur með lest frá Osló á næstu dögum og Lilja strax í desember.
Það verður yndislegt að hitta þau öll.
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.