15.11.2015 | 17:17
Breiðu bökin heima
Orkan alveg fantafín í dag og títtnefnd gekk tæpa fjóra kílómetra. Vertinum þykir það nú bara vel af sér vikið því það er ekki alltaf sem ég nenni að hreyfa á mér rassinn þó ekkert sé að plaga mig. Auðvitað veit ég það að góð hreyfing er nauðsynlegur partur af meðferðinni enda þarf þýski vinur minn að fá góða hreyfingu til að geta athafnað sig í skrokknum mínum og komið sér vel fyrir. Hann þarf jú að bera mig uppi næstu áratugi svo eins gott að vel takist til.
Það er nú líka ekki búið að leggja neinn smá aur í þessi veikindi mín en stofnfrumumeðferðin ein og sér kostar 30 milljónir eða hér um bil. Það eru vonandi bara breiðu bökin heima sem borga en auðvitað hefði ég kosið að taka ekki krónu úr sjóðum landsmanna í þennan sjúkdóm minn heldur leggja það í eitthvað annað og losna við allt þetta vesen sem hann hefur kostað mig frá því að hann dúkkaði upp.
Hér er allt greitt af íslenska ríkinu, leigubílar á sjúkrahúsið og aftur til baka, öll lyf og annar kostnaður sem til fellur. Vertinn hefði auðvitað dáið drottni sínum ef hún hefði þurft að borga þetta sjálf og sparað þá stórfé í útlögðum kostnaði. Útfararkostnaður hefði auðvitað komið á móti en málið er að það er bara ekki tímabært að hrökkva upp af núna.
Heima á Fróni er rukkað fyrir allt nema ef maður er svo déskoti heppin að vera inniliggjandi.
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Athugasemdir
Gott að heyra að vel gangi.
Elín Þóra (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.