5.11.2015 | 20:07
Úskriftardagur
Þar kom að því að Vertinn væri kvödd með kurt og pí af Karólínska, það tók þó allan daginn því litli læknirinn og Sigrún Nightengail þurftu að funda mér okkur og fara yfir framhaldið. Ég gæti átt strembna mánuði fyrir höndum því margt getur komið uppá en ég vona svo sannarlega að ég sleppi fyrir þau öll horn.
Hinar og þessar sýkingar geta skotið upp kollinum fyrirvaralaust og þar liggur aðalhættan. Þess vegna er fylgst með mér hér ytra næstu tvo mánuði. Einhverja veirusýkingu ber ég með mér sem ég man nú ekki nafnið á en gjafinn ekki. Þar getur myndast visst ójafnvægi og því er ég í meiri hættu að fá hana en annars. Þetta eru svo ótrúleg fræði að það er varla hægt að skilja þetta.
Aðalvandamálið núna er að ég drekk ekki nóg og varð að fá saltvatn í æð í dag því nýrun voru að þorna upp sem er ekki gott. Ég er á lyfjum sem reyna mikið á nýrun og ef ég drattast ekki til að drekka amk tvo lítra á dag gæti ég fengið nýrabilun svo það er eins gott að passa vel uppá sig.
Nú er húsbóndinn að þrifa vistarverurnar okkar hér á gistiheimilinu því við leggjum í hann strax í fyrramálið á íbúðahótelið svo allt verður að vera klárt.
Það eru því bara spennandi tímar í vændum.
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.