4.11.2015 | 19:43
Dagur 37. Dagur 27 í stofnfrumuskiptum
Það munar ekki um þýska tröllið mitt sem er svoleiðis alveg hreint að meika það í kroppnum á mér. Hvítu blóðkornin orðin 4,2 (3,5-8,8 í eðlilegum) og Neutrofilarnir 3,1 (1,6-7,5 í eðlilegum) svo ég er því nokkuð eðlileg miðað við mann og annan. Vertinum þykir þessi góði gangur alveg með ólíkindum og mikið yfir að gleðjast.
Í magaspegluninni í gærmorgun kom í ljós væg Hýsilhöfnun, þess vegna hafa þessi uppköst og ógleði verið svona lengi og viðvarandi. Það er mjög gott að fá væga höfnun, sérstaklega í húðina og magann svo ég er bara alveg eftir uppskriftinni hvað það varðar. Ég fæ bara stera í nokkrar vikur og allt vonandi gott eftir það.
Komið hefur í ljós að bæði ég og gjafinn höfum verið að hýsa sníkjudýr í blóðinu trúlega frá barnæsku. Gæti komið úr kattaskít eða einhverju slíku. Álíka sníkjudýr og þetta valda td. Malaríu en 30% manna bera þennan sama sníkil og ég innanborðs. Hann er venjulega til friðs nema þegar ónæmiskerfið hrinur getur hann færst allur í aukana og farið að gera óskunda. Viti menn, það eru til pillur við þessu sem halda þessum sníkli niðri og við þurfum engar áhyggjur að hafa þ.e.a.s. ef ég man eftir að taka pillurnar.
Nú sef ég á gistiheimilinu í nótt og fer bara upp á sjúkrahús í fyrramálið og verð þar frameftir degi eða þar til þeir kasta mér þaðan út, vonandi fyrir fullt og fast. Við flytjum á föstudaginn á íbúðahótel nær miðborginni og þar á ekki eftir að væsa um okkur hef ég heyrt. Það verður gott að sleppa úr af spítalanum eftir fjögra og hálfs vikna innilegu svei mér þá.
Ég hvet alla þarna heima bara til að flagga í heila sko um miðjan daginn á morgun til að fagna þessum áfanga með okkur. Las það reyndar að einhverjir hottintottar heima á klakanum ætluðu að fara að hætta að flagga í hálfa til að þóknast einhverjum útlendingum og túrhestum sem leið eiga um bæinn þeirra. Alveg makalaust alveg.
Ég vona að það megi amk. flagga í hálfa þegar ég hrekk uppaf í fjarlægri framtíð.
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.