Dagur 31. - Dagur 21. í stofnfrumugjöf

Vertinn fær alvega absalútt að vinna vinnuna sína hérna um þessar mundir. Þetta er sko hörkudjobb oft á tíðum. Hár hiti kvöld eftir kvöld með kuldahrolli hafa beygt en ekki brotið bredduna að vestan. Trúlega er það sýking eða líkaminn minn er að bregðast við þessum nýju þýsku frumum og eina leiðin hans til að vera með mótþróa er að mynda hita og gera mér lífið leitt þannig. Ógleðin hefur gert sig heimakomna helvísk og erfitt að losa sig við hana alveg. Ég var svona líka í fyrri stofnfrumumeðferðinni svo ég virðist einkar viðkvæm.

Þrjár vikur er frá því að þýska stálinu var komið fyrir og nú eru hvítu blóðkornin loksins farin að verða sýnileg í blóðinu. Hvít blóðkorn 0,4 og neutrofilarnir sem eru aðalviðgerðateymi hvítu blóðkornanna eru komin í 0,1 en verða að vera í 0,2 samfleytt í tvo daga svo ég sleppi úr einangrun svo þið sjáið að þetta kemur allt í rólegheitunum. Blóðflögurnar allar á uppleið svo sá þýski er sannarlega byrjaður að vinna vinnuna sína. 

Kúlið er löngu farið út og suður, enda þurft aðstoð við meira og minna en allt frá því ég kom hingað.

Ég skal þó lofa ykkur því að ég verð búin að endurheimta það þegar ég kem á klakann í ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragna mín, þú ert alveg frábær :) 

Stundum þarf maður að láta undan smá, til að endurheimta sjálfan sig aftur ;)

Knús og allar mínar BESTU til þín og Jómaba <3

Jóna Imsland (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband