Dagur 15. - Dagur 5. í stofnfrumugjöf

Það hefði mátt halda að allir alheims englar hefðu guðað á gluggann minn í nótt og sent mér strauma því ég vaknaði upp eins og allt önnur manneskja. Ógleðin á undanhaldi og hressileikinn dagaði uppi hjá mér nánast í allan dag. Svona góðir dagar fá mig til að gleyma öllum verri. 

Það er nú svosem ekki eins og vel sé hugsað til manns, fólk út útum allt sem hugsar fallega til mín á hverjum degi og sendir góðar óskir. Svo er nú bara heilt læknalið að handan sem læknar leynt og ljóst og ekki er nú verra að vita af þeim hópi lækna í bland við þá hér á jörðu niðri sem gera sko allt sitt besta til að mér líði sem best. Allt þetta skiptir miklu máli.

Ég fór út í göngutúr seinnipartinn því ég má bara fara út fyrr en eftir kl 18. á virkum dögum vegna þess að þá er færra fólk á ferli. Mér fannst ég bara geti gengið þónokkuð svona miðað við mig og allt. Svo narta ég í mat og allthvað heita hefur, kótelettur í raspi með grænum baunum og rauðkláli er nú reyndar ekki í boði hérna en það má slafra einu og öðru í sig.

Sem sagt góður dagur í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 635640

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband