6.10.2015 | 19:06
Dagur 9.
Klukkan fimm í morgun fóru ónæmisbælandi lyf að streyma í gegnum æðarnar og lak það í átta tíma, fékk aftur sama skammt kl. fimm. Í framhaldinu fékk ég svo stera og kanínuna og klárast þetta ekki fyrr en eftir sjö klukkutíma héðan í frá. Alveg makalaust að skrokkurinn skuli þola allt þetta. Ég var því alveg föst í herberginu mínu í dag enda föst við slöngur. Gerði samviskusamlega æfingarnar mínar og hjólaði tvo kílómetra á hjólinu svo ég reyndi að gera eitthvað.
Allt gengur eins og við er að búast og reiknað er með að ég fari í einangrun á morgun eða hinn. Stóri dagurinn er á morgun því þá fæ ég þýska stálið inn í mig og nýju frumurnar fara strax að vinna að uppbyggingu. Þær flýta sér sem mest þær mega inn í merginn og raða sér þar upp og þjóðverjarnir kunna sko til verka. Eitthvað gæti verið eftir að mínum hvítum blóðkornum ennþá en það eru einhverjar eftirlegukindur sem koma til með að hverfa.
Ég fæ væntanlega sondu á morgun svo ég geti örugglega nærst og tekið pillurnar mínar því stundum verður maður veikur í hálsinum og getur ekki kyngt. Ég ætla ekki að taka sjensinn á því.
Auður systir er þess fullviss að ég verði farinn að tala reiprennandi þýsku annað kvöld og verði næsta Markela Merkel....
Við spyrjum að leikslokum
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 635648
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- vikari
- hallasigny
- omarjonsson
- komediuleikhusid
- katagunn
- lydurarnason
- jyderupdrottningin
- ekg
- sigrunsigur
- majabet
- skordalsbrynja
- ingisund
- gudfinna
- sigmarg
- maple123
- 730
- 730bolungarvik
- grazyna
- skodunmin
- daglegurdenni
- matthildurh
- otti
- vestfirdir
- golli
- kolgrimur
- hressandi
- gylfigisla
- hugrenningar
- jonatli
- gudni-is
- esterrut
- toshiki
- gudrunmagnea
- 101isafjordur
- ylfamist
- blossom
- kaffi
- gattin
- ameliafanney
- helgi-sigmunds
- hross
- skolli
- thurygudm
Athugasemdir
Gaman að lesa bloggin þín. Gangi þér sem allra best.
M.b.kv.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 6.10.2015 kl. 22:13
Gangi þér og ykkur vel Ragna mín, þú ert hreint ótrúleg manneskj, þú setur kanski inn eitthvað á Þísku annað kvöld, ef þú gerir það, sparka ég Merkel.
Kær kveðja,
Baldur
Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 7.10.2015 kl. 11:23
Hörkudugleg er það orð sem kemur upp í hugann. Flink göngumanneskja fer öruggum fótum upp klettabelti. Bestu batakveðjur :-)
Anna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2015 kl. 06:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.