Dagur 7.

Vertinn var vakinn upp kl. fimm í morgun en þá var tekin blóðprufa. Títtnefnd lét það nú ekki á sig fá og sofnaði bara aftur. Sterarnir runni í klukkutíma í morgun og krabbameinslyfið Fudura rann svo í klukkutíma til viðbótar. Þá var tekinn göngutúrinn í hádeginu en vegna einskærrar leti nennti ég ekki lengra en ca. 2.5 kílómetra í dag.

Þá fórum við heim á gistiheimili og þar hallaði ég mér í einn tíma og var mætt í kanínuna kl. 13:00 og er ennþá með það lyf í æð ennþá. Ég er búin að sofa mestan part dagsins því ógleðilyfið sem ég fæ fyrir kanínuna er róandi og syfjandi og því hef ég hrotið sem hofstungur meira og minna í dag.

Þannig gengur nú lífið þessa dagana, afar gott er að hafa facetime og snapchat og fá myndir af fólkinu sínu við og við og geta talað við það beint. Börnin eru á víð og dreif um álfuna, sonurinn að taka tékkið á Airbus í Búlgaríu en hann hyggst fljúga fyrir Wowair í framtíðinni, miðjan að klára lögfræðinámið sitt i Osló og sú yngsta að vinna og sjá um litla snáðann sinn á Íslandi þess á milli sem er fangið fullt. Tengdadóttirin er í HR og nemur viðskiptafræði og hún gætir hins ömmustráksins míns fyrir mig. Allt flott fólk sem ég á og að mér stendur. Það er nú það sem máli skiptir.

Annars þá þýðir ekkert annað en að taka lífinu með þolinmæði um þessar mundir.

Þolinmóðast er þó bekkennið sem bíður enn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 635648

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband