Systur

'I rólunni.jpgVertinn er búin að brosa hringinn í allan dag enda rík ástæða til. Tannbrúin passaði fullkomlega og ég er hæstánægð með hversu vel hefur tekist til. Sæt var ég fyrir en nú lítur allt út fyrir að ég sé fullkomin. Auður systir mín er flinkur ljósmyndari og tók af mér myndir í gríð og erg í dag úti í garðinum sínum. Þar eru há og tignarleg tré svo víða var hægt að stilla Vertinum upp til myndatöku og allstaðar myndaðist hún jafn vel. Þarna situr Vertinn í rólunni sem hangir úr einu myndarlegasta trénu í garðinum og hagar sér eins og smástelpa. Sagt er að tvisvar verði gamall maður barn og ég tel það næsta víst að Vertinn sé á fyrsta hrörnunarskeiði lífs síns sem brýst út í slíku athæfi.

Heimferð er fyrirhuguð á morgun og fokkerinn bíður spenntur á vellinum eftir að fá að fljúga heim með Vertinn því næg verkefni bíða fyrir vestan. Þið getið nú glaðst yfir því að nú hætti ég í bili að segja ykkur frá tannlæknunum og fer að huga að einhverju öðru til að þreyta ykkur á. Leiðin liggur á Mr Bean á eftir og því tilvalið að nota tækifærið og rabba við ykkur þangað til.

Kristinn mágur minn tók þessa mynd af okkur systrunum og eins og sjá má fara þarna fríðleiks stúlkur.Ragna og Auður.jpg Af okkur stirnir og drípur glæsileikinn í öllu sínu veldi. Við erum ekki mjög líkar í sjón en án efa er margt líkt með okkur ef vel er að gáð. Hún er aðeins eldri en ég en á þessari mynd er ekki hægt að greina það svo glöggt. Hún er örugglega búin að eiga töluvert mikið við myndina og má út allar hrukkur af andlitinu á sér ef ég þekki hana rétt. Ég lít nefnilega út fyrir að vera komin nokkuð vel til ára minna svo mig grunar að maðkur sé í mysunni. Auður á nefnilega svo fínt ljósmyndaforrit og leikur sér að því að afskræma mig ef hún sér þess nokkurn kost og yngja sig upp í leiðinni. Hrekkjulómaskapurinn er eitt af því sem við eigum sameiginlega og við getum stundum eytt heilu og hálfu dögunum í eintóma hrekki og fíflagang.

Þegar ég verð komin heim og hjólin farin að snúast eðlilega og ég farin að taka myndir af ykkur og öllum hinum í Kjallaranum þá breytist nú yfirbragð síðunnar til hins betra. Það er auðvitað alveg út í hött að vera alltaf með myndir af sjálfri sér hér dag eftir dag. Ég þarf bara að fá að njóta mín smá og ég veit þið þolið það vel og hafið gaman af.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar

Því miður náði ég ekki að kíkja á ykkur systurnar þarna um daginn en það kemur dagur eftir þann dag.kíki í kaffi til þín í sumar kv.Inga María

Inga María (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband