Aðdráttarafl

Afmæli og Kjallarinn 088Kjallarakeppnin fór ekki fram í Kjallaranum að þessu sinni því það mættu svo margir að ég þurfti að færa hana upp á efri hæðina. Geiri hafði þvílíkt aðdráttarafl að það hálfa væri heill hellingur. Pétur Magg og Jón Steinar báru sigur úr býtum eftir bráðabana á móti Hrafnhildi og Elvari Sigurgeirsbörnum. Ég tók fullt af myndum sem ég ætla að setja í nýtt albúm á eftir og þið getið skoðað hér á síðunni. Mikil stemning myndaðist og fólk skemmti sér hið besta. Töluvert fjör var fram eftir nóttu og margir gripu í gítarinn minn sem er fastagestur í Kjallaranum. Strengir slitnuðu í hamaganginum en Vertinn var undir það búinn og kom færandi hendi með g-streng sem geymdur var á góðum stað meðal annara gítarstrengja sem bera nafn hinna og þessa bókstafa. Sungið var hástöfum um allt og ekki neitt og gamansögur sagðar á milli söngatriða. Virkilega skemmtilegt kvöld. Vertinn yfirgaf þó staðinn upp úr klukkan tvö alveg uppgefinn eftir erilsaman dag og fór heim að sofa. Gunna og Elsa sáu um rest.

Missvefn tekur sinn toll og þessi næturvinna fer ekki vel með kerlingar eins og mig sem komnar eru á miðjan aldur svo ég vaknaði ennþá þreyttari en ég var þegar ég sofnaði. Það þýðir einfaldlega að ég verð þreytt í allan dag.

Ég bauð karlinum að borða á Hótel Ísafirði í gærkvöldi og aldrei er maður svikinn af matnum hjá þeim. Við fengum okkur kjúklinga með öllu tilheyrandi og það var afskaplega gott. Ég bauð matinn og borgaði hann líka sem er nokkuð sérstakt því yfirleitt bíð ég og karlinn borgar.

Hef haft spurnir af afmæli sem halda á í kvöld og hugsanlegar gestakomur í Kjallarann í tengslum við það. Einhverjir kunna á hljóðfæri af veislugestum og ég hlakka til kvöldsins. 

Árshátíðin í vændum og hver veit nema ég bregði mér á tónleika hjá kór Menntaskólans við Hamrahlíð síðar í dag.

Læt þetta dug í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er um að gera að borga stöku sinnum þá er allta hægt  að segja næst að maður hefði gleymt veskinu heima.

Kv Erla

Erla (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband