Geiri á Kjallarakeppni

Sigurgeir Þórarinsson verður spyrill í fimmtu "Kjallarakeppni" ársins en svo Allt mögulegt nóvember 06 147nefnist spurningakeppni í léttum dúr sem fer fram á kránni Kjallaranum í Einarshúsi í Bolungarvík. Spurningakeppnin gengur almennt undir heitinu "Pub-Quiz" og fer þannig fram að gestir Kjallarans svara 30 spurningum og hlýtur sigurvegari kvöldsins að launum vegleg verðlaun í fljótandi formi. Tveir keppendur mynda hvert lið og er öllum heimil þátttaka. Keppnin er á föstudagskvöldið 23. mars og hefst stundvíslega kl. 22:30. Geiri þykir með eindæmum skarpur strákur og semur án efa snúnar spurningar svo það er eins gott að vera búin að lesa sér vel til um alla skapaða hluti. Ég greip hann glóðvolgan í sundlauginni á dögunum og fékk hann til að vera spyrill því Kristinn H. Gunnarsson heltist úr lestinni. Geiri var meira en til í tuskið enda bóngóður með afbrigðum.

Á myndinni eru tveir góðir í góðum gír á góðri stundu í Kjallaranum.

Trúlega verða góð tilboð í kolageymslunni. Það verða örugglega einhverjir afslættir og spottprísar á köldum kolamolum.

Mætið, njótið, drekkið og verið glaðir.

Sjáumst hress og kát


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband