Dagur 31 - föstudagur

Vertinn varð að vakna frekar snemma til útréttinga og tók samviskusamlega lyfin sín til að vera borubrött og steratöflurnar áttu að nýtast til að auka mér úthald. Fyrst var Landsbankinn heiðraður með heimsókn minni til minniháttar bankaviðskipta og viti menn, þar þekkti mig ekki nokkur kjaftur. Ég var ekki með nein skilríki til að sanna hver ég væri og enginn kannaðist við Vertinn í Einarshúsi svo ég varð að hrökklast þaðan út í forundran. Það er nú eitthvað annað í sparisjóðnum heima þar sem allir þekkja mig og mína.

Þaðan varð ég að fara í annað reddingarútkall og það var ofan í bæ og þegar ég kom út úr því húsi hélt ég að ég væri að koma út úr Landsbankanum og vissi því hvorki í þennan heim né annan og hefði trúlega ekki ratað heim aftur ef Jón Bjarni hefði ekki farið með mér og lóðsað mig að bílnum og keyrt mig heim til að leggja mig. Svona gera þessi lyf mann alveg handótnýtan á köflum.

Gleðiglundrið var svo í boði eftir hádegið og það var bara ein lauflétt sprauta í magann svo það var ekki hægt að hugsa sér það betra. Næsta gleðiglundur verður á næsta þriðjudag og þá dæla þeir í mig einhverju meira glundri og taka sauminn eftir brunninn.  Þá verður mælt kalkið í beinunum og mér gefið kalk í æð ef upp á vantar. Þetta gleðiglundur á það til að tæta niður bæði góðar og slæmar frumur í líkamanum og uppbygging beinanna í bakinu gæti minnkað ef ekki er fylgst vel með og það er eiginlega minn veikasti hlekkur núna.

Jón fylgir mér um allt og sleppir ekki af mér hendinni sem mér þykir mjög gott. Hann fer þó vestur á morgun ásamt Elsu, Lilju, Antoni og Bryndísi Elsu rétt í smá heimsókn. Andri, Þórunn og tengdó passa mig á meðan.

Þannig að mín er gætt eins og hvítvoðungs

Heyrumst á morgun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Júní 2025
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.6.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 635850

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband