14.12.2011 | 23:08
Dagur 29 - miðvikudagur
Eftir 10 steratöflur sem ég tók í morgunsárið fannst mér ég eiga allan heiminn. Hugurinn bar mig hálfa leið upp í Esju og ég er búin að vera full af orku í allan dag. Fór í bíltúr og ók Laugaveginn og allt hvað eina og forðast rúmið eins og heitan eldinn. Undir kvöld var ég þó farin að þreytast eins og gengur og það er aðallega bakið sem er þreytandi.
Eina aukaverkun af lyfjunum hefur algjörlega hundsað mig en ég átti að finna fyrir lystarleysi og það var mjög jákvætt að mínu mati í öllu þessu ferli. Ég ét þó örugglega eins og meðaltrukkabílstjóri og virðist sísvöng þessa dagana og grennist því lítið sem ekkert fyrir vikið. Það er þó ekkert til að hafa áhyggjur af held ég og nægur tími til að hugsa um það síðar. Hárið virðist enn sitja fast og hárlos ekkert plagað mig síðan þarna um daginn svo kannski tollir það bara á toppstykkinu allt til enda.
Ég skrifaði mömmu jólabréfið í dag og þá meyrnaði Vertinn heldur betur og allar flóðgáttir opnuðust og ég grét yfir því að geta ekki heimsótt hana um jólin og hún yrði ein og að pabbi væri farinn og allt það.
Aldrei hef ég grátið yfir eigin ástandi nema rétt fyrst þegar ég fékk fréttirnar af veikindunum en þá varð ég auðvitað að tilkynna börnunum mínum hvernig ástatt væri fyrir mér og þá grét Elsa pínulítið og mér fannst ég verða að vera sterk fyrir hana en þegar ég hringdi í Andra varð ég auðvitað að grenja fyrir hann en hann kann nú lagið á grenjandi kerlingum og róaði mig niður. Jón Bjarni þurfti síðan að segja Lilju frá þessu þar sem hún lá fárveik á spítalanum og það var ekkert auðvelt og hún varð auðvitað leið yfir þessu öllu eins og allir aðrir. Svo eftir því sem maður veit meira um sjúdóminn og veit hve vel lyfameðferðin fer í mig verður þetta allt í lagi.
Svo þegar ég var rétt búin að jafna mig á bréfinu til mömmu frétti ég að Lionsmenn heima ætluðu að styðja okkur og þá varð ég að gráta ögn meira yfir góðmennsku þeirra okkur til handa. Lögreglufélag Vestfjarða hefur líka stutt okkur í þessari baráttu og ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að segja. Ég bjóst aldrei við þessu og er full þakklætis.
Dagurinn í dag er semsagt búinn að vera mjög góður, búin að hlæja og fíflast og gráta og anda að mér frísku lofti, gera grín að tengdó og allt hvað eina. Prjóna og éta, hitta krakkana mína, heyra í Írisi fyrrum lækni heima sem tilkynnti koma fjölskyldunnar í janúar svo ég hef nægan tíma til undirbúnings. Svo þið sjáið það að þetta er allt í fína.
Ég fæ reyndar enga stera aftur fyrr en á föstudaginn fyrir næstu lyfjagjöf svo búast má við að ég verði aðeins orkuminni á morgun en það kemur í ljós.
Kveðjur til allra og heyrumst á morgun
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.6.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 635850
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm
Athugasemdir
Það er gott að gráta Ragna mín og fólk ætti kannski að leyfa sér það oftar, það er jafnmikilvægt og að brosa. Gott að heyra um góða hjálp því ekki er það fríkeypis að veikjast í velferðarríkinu Íslandi. Elsku kerla mín góða og nótt og sofðu rótt í alla nótt:) knús frá Ísó:)
Katrín, 14.12.2011 kl. 23:30
Takk fyrir spjallið í dag Ragna mín. Mér þótti vænt um það. Veit sosum ekki hvort ég skelli allri stórfjölskyldunni inn á rúmstokkinn þinn, veist ekkert hvað þú ert að biðja um þar....., en við heimsóknina stend ég og geri boð á undan mér e-n daginn í janúar. Áttu bara góða nótt og eins bærilega næstu daga og völ er á Ragna mín.
Baráttu-og jólakveðjur frá öllum að Jófríðarstaðavegi.
Íris, síðasti yfirlæknamohikaninn í Boló ;-)
Íris Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 23:56
ég hef setið hér og lesið hvert orð. Ég óska þér alls hins besta, góðs bata og gleðilegra jóla eftir örfáa daga.
Ég sendi þér vinaboð.
Ragnheiður , 15.12.2011 kl. 03:53
það er ekkert að því að gráta Ragna mín það losar um spennu og er bara gott fyrir mann, ég þurfti nú bara að lesa þennan pistil til að mínar flóðgáttir opnuðust, já það er til mikið af góðu fólki og maður er svo heppinn að hafa átt samleið með mörgum úr þeirri deild. Þú ert ótrúlega dugleg Ragna mín ég segi það enn og aftur og gangi þér sem best og ykkur öllum :) Kær kveðja :)
Magga Lilja (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 09:44
Bestu kveðjur til þín og fjölskyldunnar. Ánægður með lögreglufélagið
og lions!
Jón Svanberg (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.