6.12.2011 | 23:55
Dagur 20 - mánudagur
Haldiði ekki bara að kella hafi verið útskrifuð af Lansanum í dag, mánudag eins og ekkert væri. Ég var auðvitað mæld í bak og fyrir til að allir gætu verið þess fullvissir að ég væri hæf til að vera heima og það virtist allt í fína. Helv. viktin á spítalanum er auðvitað handónýt og ég mótmæli harðlega þessum himinháu tölum sem þar birtast en ég hlít bara að vera með bjúg eða eitthvað. Ég fara bara í mál við spítalann ef þeir koma ekki með nýja vikt næst.
Guðmundur læknir gaf mér fararleyfi og sagði að ég ætti að haga mér vel, passa bakið og ekki lyfta neinu þungu eða yfirleitt gera neitt sem alvöru kellingar gera, á meðan bakið er að gróa. Hann hafði nefnilega heyrt þá sögu þegar ég ætlaði að fara að sauma þegar ég var sem verst og var að burðast með saumavélina um allt hús sem endaði auðvitað með því að ég varð að henda frá mér saumavélinni og rétt gat staulast sárkvalin í rúmið. Guðmundur sagði að ég mætti kannski fara í Smáralindina en þá má helst enginn vera þar nema ég eða fast að því. Sem sagt forðast mannamót eins og heitan eldinn. Ég má auðvitað fara í heimsókn til míns fólks ef engar umgangspestir ganga á heimilinu svo það er strax skárra að geta breytt aðeins um umhverfi. Ég er þegar búin að heimsækja Andra og Þórunni og fara á rúntinn og skoða jólaljósin í bænum svo það er fínt.
Ég byrja ekki á næstu gleðiglundursmeðferð fyrr en á þriðjudaginn eftir viku og þangað til verð ég vonandi til friðs. Þangað til tek ég lyfin mín samviskusamlega, 2000mg af kalki og morfínið til að halda bakinu góðu plús eitthvað annað smotterý. Mér er sagt að ég geti selt pilluskammtinn minn fyrir stórfé á götunni en hann er víst ekki til sölu, ég þarf að nota hann sjálf.
Læt þetta duga í bili
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.6.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 635850
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.