2.12.2011 | 19:35
Dagur 17 - föstudagur
Vaknaði með hitann í morgun og var drifin í aðra lungnamyndatöku. Því var sálaður sá draumur í dós að ég færi í heimsókn heim í dag eins og ég var að vonast til að getað gert. Ekkert kom þó út úr lungnamyndatökunni og þegar leið á daginn lækkaði hitinn en þá spruttu út útbrot um skrokkinn sem eru trúlega vegna einhverrar töflu sem á að koma í veg fyrir að einhver önnur tafla geri usla í líkamanum út af einhverri enn annarri töflu sem á að laga meinsemdina svo ég var tekin af þeirri töflu og fékk aðra í staðinn:)
Nú er minni fyrstu lyfjameðferð af sex lokið eftir því sem ég kemst næst. Nú ætti ég að fara að komast í 10 daga frí þar sem ég mun vonandi vera eitthvað betri til heilsunnar.
Hárið virðist enn hanga fast við höfuðleðrið eftir þessa fyrstu lyfjameðferð þó svo að það sé kannski ekkert að marka. Það er þó nokkuð líflaust en lafir þó og stendur út í allar áttir eins og á argintætu en það er svosem ekkert nýtt.
Ef heilsan verður góð á morgun fæ ég að vera heima yfir daginn og það er svo dásamleg tilhugsun.
Læt í mér heyra meira á morgun
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.6.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 635850
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm
Athugasemdir
Það er kannski ekki mikil huggun í þessum orðum en vertu hughraust en vona að þú njótir frísins.
Valdimar Samúelsson, 2.12.2011 kl. 20:55
Vona að þú komist heim á morgun, verkja- og hitalaus og með allt hárið:) Knús og kram:)
Katrín, 2.12.2011 kl. 21:24
Baráttukveðjur
, stendur þig vel.
Helga S. Ingimarsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 22:29
Erla (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.