30.11.2011 | 22:37
Dagur 15 - miðvikudagur
Þar sálaðist sá draumur í dós að Vertinn færi heim í dag því nú eru hvítu blóðkornin eitthvað á undanhaldi. Ég mún því vera hér áfram á sýklalyfjunum mínum og ef hvítu blóðkornunum heldur áfram að fækka fæ ég væntanlega eitthvert púst til að örfa þau á ný. Kannski þarf ég að fara á sérstaka stofu því ég verð extra viðkvæm fyrir öllum flensum og veirum enda er ofnæmiskerfið óttalega veikt vegna meðferðarinnar en þar mun varla væsa um mig.Öllu þessu umstangi var mér næstum lofað er ég hóf þessa baráttu og mér sagt að þetta yrði enginn sérstakur dans á rósum svo ég tek þessu bara eins og hverju öðru hundsbiti í hæl.
Allir heilbrigðir mega koma í heimsókn jafnt sem áður ef ég fer á sérstaka sóttvarnarstofu en þeir sem hafa kvef eða aðra smitandi sjúkdóma verða að heiðra títtnefnda síðar ef ég þarf að fara á þessa deild einhvern tímann. Það verða varðmenn fyrir utan sem taka blóðþrýsting gesta, mæla hæð og þyngd og kanna veirustuðulinn og prestur verður við innganginn sem les upp úr kóraninum því stranglega bannað er að lesa upp úr biblíunni á opinberum stofnunum hér í Reykjavík segja þeir og faðirvorið má víst hvergi óma á göngum...
Í dag fékk sé svo sprautu í vömbina til að hysja upp hvítu blóðkornin auk sýklalyfja svo við sjáum til hvort það hjálpar ekki eitthvað.
Ég ætla aðeins að fara yfir þennan sjúkdóm til að svala forvitni þeirra sem vita ekki alveg út á hvað hann gengur og vilja vita meira.
Á annan tug Íslendinga greinast á ári hverju með mergfrumukrabbamein og er sjúkdómurinn farinn að taka sig upp hjá yngra fólki en áður. Nú byrjar hann að herja á fólk 40 ára eða eldra var áður 60 ár. Ef ég hefði fengið þennan sjúkdóm fyrir 25 árum síðan hefði þetta verið dauðadómur svo ég er uppi á hárréttum tíma og voru stofnfrumuskiptin það sem skipti sköpum í lækningunni á sjúkdómnum. Það var svo ekki fyrr en árið 2003 sem farið var að gera þessar stofnfrumuaðgerðir á Íslandi svo fyrir þann tíma hefði ég þurft að fara til útlanda eftir lækningu. Krabbameinið er blóðsjúkdómur í sama flokki og hvítblæði og eitlakrabbamein en óværan hjá mér ræðst á mergin í beinunum og veikir beinin og venjulega uppgötvast sjúkdómurinn þegar fólk verður bakveikt. Af því að ég er svo "ung" hef ég meiri möguleika á fullkominni lækningu eða amk. er betur í stakk búinn til að takast á við meðferðina þó svo að ég geti auðvitað þurft að fara gegnum þessa meðferð á ný einhverntímann síðar á lífsleiðinni.
Stofnfrumuaðgerðir geta svo hjálpað fullt af fólki með allskyns kvilla og gigtarsjuklingar hafa farið í slíkar aðgerðir og læknast að fullu svo þetta virðist vera kraftaverkalækning enda búið að gera æði margar hér á landi á undanförnum átta árum.
Toni Elínar hefur gengið í gegnum þessa sömu meðferð og ég og þekkir hana alveg út og inn en hann fékk annarsskonar mein og er sá eini á landinu sem hefur fengið það og það er svo sjaldgæft að það hefur ekki einu sinni íslenskt nafn. Það mein hagar sér öðruvísi þó svo að það hafi ráðist á merginn í beinum eins og hjá mér þá var það með öðrum hætti og tilheyrir tegund eitlakrabbameina. Margir virðast halda að við séum haldin sama sjúkdómnum en svo er ekki.
Þetta er nú allt bara sagt til upplýsinga.
Læt í mér heyra aftur á morgun. Gleðiglundrið á að renna í síðasta skipti í þessari adrennu í fyrramálið. Við skulum sjá hvernig það gengur
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.6.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 635850
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm
Athugasemdir
Guði (já ég segi og skrifa það þrátt fyrir öll boð og bönn) sé lof fyrir að þú fæddist ekki fyrr en þú fæddist :) - þá værirðu sumsé dauð (miðað við það sem fram kemur hér að ofan) - eða hefðir minni von um bata. En það er jú mergurinn málsins - bati, bati, bati, því reyni ég stöðugt að senda þér batakveðjur og bataknús - já og bið fyrir þér líka (því ég er svo heppin að mega það ennþá).
Sólrún Geirsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 23:46
Segi það sama og Sólrún, hef þig í mínu faðirvori (bænum)Gangi þér vel.
Gunna Gumma Hafsa (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 13:33
Við skulum vera í öndunagrimu á meðan skrifum þér, það er örrugara.Kveðjur frá vetraríki.
Nína og Smári (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 13:40
Þeir ljúga því nú Reykvíkingar að bannað sé að lesa úr biblíunni:) Auðvitað mega menn biðja og ákalla þann sem hverjum hentar svona prívat og persónulega..en þetta er nú bara grín:) Vísindi efla alla dáð og gott að menn séu að vinna að lækningum á sjúkdómi sem þessum og að þú fáir að njóta þeirra vinnu. Gangi þér sem best mín kæra, það verða brekkur og það verða þúfur á leiðinni en þær hefur þú nú ekki látið stoppa þig hingað til:)
Katrín, 1.12.2011 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.