Helgin

Helgin er búin að vera afar viðburðarrík hjá Vertinum á meðan á dvölinni stendur í höfuðborginni og hver mínúta skipulögð fram í fingurgóma. Bjart var yfir Kringlunni þó sólin hafi ekki náð þangað inn af neinu viti glampaði hún þó á okurverðmiðann á hverri flíkinni á fætur annarri. Fékk títtnefnd nett sjokk og yfir höfuðið er tugþúsunda kjólar og pils fallbuðu sig á allt öðru en spottprís á orkupöllum reykvískra glamur og glansbúða. Pyngjan var með léttara móti svo haldið var í við krónuna og passað upp á aurinn enda kreppa í landinu og betra að fara sparlega með og leggja fyrir til mögru áranna.

Snæfellsjökull bar við himinn í fjarska við Útskálakirkju en þaðan var frænkan borin til grafar í gær og þangað lét Vertinn sig berast með hópnum. Frænkan fékk að lifa alltof stutt en það er nú einu sinni svo að við förum ekki endilega í þeirri röð sem við komum og ljós okkar lýsir mislengi. Í jarðaförinni hitti títtnefnd skyldfólk sitt sem hún hefur jafnvel ekki séð í áratugi og það var gleðilegt en jafnframt sorglegt en svona skiptis lífið á sorgum og gleði í bland.

Fréttaritarinn á Víkara mátti svo til með að láta sjá sig á balli þorrablótsfélagsins sem haldið var í gær. Það er einkar góður kostur að geta skýlt sér á bak við myndavélina fyrst það er ekki lengur val að glápa úr sér glyrnurnar gegnum flöskubotninn og því voru teknar myndir af blótsgestum í gríð og erg sem birtar verða á vefnum í fyllingu tímans. Dansað var eins og enginn væri morgundagurinn og það var reglulega gaman. Hjölli var enn í gallabuxunum sem hann klæddist í denn með hárið niður á herðar og Maggi og Fríða tjúttuðu í taumlausu tjútti, Belli missti andann er hann átti að flytja ræðuna sína og Mæja Bet hljóp í skarðið fyrir bróðir sinn og Bjöggalingarnir voru á sínum stað og skemmtu sér hið besta og maður var manns gaman.

Heimferð er fyrirhuguð á morgun og vænta má þess að Vestfirðir taka á móti Vertinum með gleði og eins gott að vegir verði allir greiðfærir og rennifæri í boði Vegagerðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 635933

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband