24.1.2010 | 13:03
Forréttindi
Vertinn brá fyrir sig fréttaritarastarfinu og beitti því forréttindum sínum til að fá að stinga sér rétt inn á Þorrablótið í Bolungarvík í gærkvöld og taka myndir af samkomunni. Prúðbúnir þorrablótsgestir brostu sínu blíðasta enda ærin ástæða til að gleðjast á slíkum fagnaðarfundum og hlátrasköllin ómuðu um sali íþróttahússins Árbæjar. Títtnefnd tróð sé milli stólaraðanna í salnum til að ná að festa augnablikið sem best á filmu og smellti af í gríð og erg þegar nefndarkonur tóku upp á því að syngja brag um margnefnda og gera grín að ljósmyndaáhuga hennar á mannamótum og hve listalega hún fjallar um mannlífið í bænum hér á blogginu. Kom það nokkuð vel á vonda þar sem stóð í miðri þvögunni með myndavélina og var byrjuð að semja bloggfærsluna í huganum og krydda hana fjölbreyttu orðaskrúði. Svona eru bæjarbúar jafnan afhjúpaðir á þessari þorraskemmtun og eru það forréttindi að rata inn í skemmtiatriðin því það segir að þeir sem fá skot og verða fyrir háði og spotti eru þá ekki að baslast til einskis.
Það þótti svo að sjálfsögðu upphefð og sönn forréttindi að fá mynd af sér með Vertinum og fáir útvaldir urðu þeirrar ánægju aðnjótandi. Títtnefnd þótti þó ekki tilhlýðilega klædd og í engu samræmi við atburðinn enda þótti skotapilsið stinga í stúf við hinn hefðbundna þjóðbúning bolvískra kvenna sem allar konur klæddust þetta kvöld. Ullarjakkinn minnti þó nokkuð á gamaldags ullarlagða úr vaðmáli og því féll fatnaðurinn að hluta inn í stílinn. Títtnefnd hélt þó sínu striki og vann vinnuna sína og naut skemmtiatriðanna eins og frekast var kostur og fangaði stemninguna í gegnum myndavélaaugað. Fleiri myndir af þorrablótinu í Bolungarvík birtast innan tíðar á fréttamiðli allra fréttamiðla www.vikari.is.
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.