Ævintýri

Dagurinn í dag rann upp bjartur og fagur og beið þess að Vertinn stigi á stokk í öllu sínu veldi. Ævintýrin biðu handan hornsins og kúrðu í hálsakoti haustsins. Bankað var á dyrnar á Einarshúsi um hádegisbilið Vertinum í Víkinni að óvörum enda var húsið galopið og öllum frjáls innganga. Úti fyrir stóðu myndatökumenn með stórar myndavélar til að festa margnefnda á filmu er hún kæmi til dyra. Sjálfstætt fólk stóð glaðbeitt á tröppunum og biðu þess að gáttin á Einarshúsi opnaðist og títtnefnd birtist í öllu sínu veldi.

Það var engin aðdragandi, engin viðvörun, enginn tími til að sletta á sig kyssitaui og ekkert svigrúm til að spegla sig eða flikka upp á sig með einum eða öðrum hætti. Tíminn stóð kyrr eitt augnablik og andardráttur dagsins var varla merkjanlegur. Það vildi þó Vertinum til happs að flökkulæknirinn var með í för enda var hann aðalstjarnan í þessari uppákomu allri saman og er hann rauk með bros á vör inn í hús gleði og sorgar mátti vita að allt væri í stakasta lagi. Í framhaldinu færðist ró yfir margnefnda og doktorinn dró augað í pung og tíminn hélt áfram að tifa.

Míkrófónum og upptökutækjum var slengt á Vertinn og spurt var spjörunum úr á meðan maturinn var eldaður og uppákoman var líkt og margnefnd væri stödd í miðju ævintýri. Það skal ósagt látið hvort nokkuð af viti hafi komið frá téðum Vert í þessu viðtali og ekkert er vitað hvort það komi til með að birtast yfir höfuð en glöggt má þó sjá hve lífið hjá margnefndri virðist eintómur dans á rósum við lokkandi ljúfan vals.

Ef viðtalið birtist í fyllingu tímans er það meiriháttar auglýsing fyrir Einarshús og mun vekja álíka vellíðan hjá téðum Vert og pilluglas sneisafullt af gleðipillum skrifað upp á recept af Dr. Lýð.

 


Bloggfærslur 3. september 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband