Pétur og Einar

Elfar með þvottabalannLeikritið sem hefur slegið í gegn og fjallar um frumkvöðlana Pétur Oddsson og Einar Guðfinnsson heldur áfram í  húsi harma og hamingju í Bolungarvík. Fyrsta sýning haustsins hefst á fimmtudagskvöldið 4. september kl. 20:00 en einnig verða sýningar  fimmtudagskvöldin 11. og 18. september á sama tíma.

Ljúft er að geta þess að hægt er með auðveldum hætti að panta sýninguna fyrir hópa og tilvalið telst fyrir starfsmannafélög sem vilja halda árshátíðir eða afmælisbörn sem vilja bjóða afmælisgestum upp á heillandi sögu sorgar og gleði að slá á þráðinn og festa eitt " show" eða svo. Einnig geta samkomur af öllu tagi pantað ljúffengan mat og notið svo sýningarinnar í framhaldinu og þess sem Einarshús hefur upp á að bjóða.


Í stíl við rest

Segjast verður alveg eins og er að nóg líf og fjör er umleikis hjá Vertinum í Víkinni um þessar mundir. Heimilislífið fjölbreytilegt enda fullt hús fjölskyldumeðlima og lífið er yndislegt og ætlar téður Vert að njóta þess fjölskrúðuga heimilishalds út í ystu æsar meðan það varir. Nýja "barnið" samlagast vel enda virðist hún hæfilega hrekkjótt og gamansöm og alveg í stíl við restina og allt gengur eins og blómstrið eina. Norska er töluð á heimilinu í bland við ensku og íslensku. Bjöguð golffranska er töluð í gríð og erg ef á þarf að halda og töluð er tunga þeirra sem hvorki skilja upp né niður í mæltu máli þegar hentar. Ida og Dollar tala þó alveg sama tungumálið og hundurinn laðast að henni eins og hinum stelpunum á heimilinu og segja má með sanni að hann sé lánsamur hundur.

Ida með Dollar

Af fréttum úr Einarshúsi er þetta helst að nóg er af akkúrat mátulega drykkfeldum verkamönnum í bænum um þessar mundir sem sækja Kjallarann heim eins oft og þurfa þykir einhleypum vestfirskum fljóðum til mikillar ánægju. Án efa myndi einhver líkja ástandinu við ástandið á stríðsárunum er dátarnir mættu í úniformum uppstílaðir og flottir og heilluðu konurnar upp úr skónum en allt er þetta þó undir kontról hjá margnefndri. Ástin blómstrar ennþá í húsi harma og hamingju líkt og undanfarin 100 ár og augnagotur æða brennheitt um salinn og innviðir hússins hrífast með. Ilmur af framandi rakspíra blandast velliktandi angan bolvískra kvenna og lífið er ljúft. 

 


Bloggfærslur 2. september 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband