Mamma mía

Vertinn heldur áfram viðstöðulaust í sumarfríi og gistir núna hjá piparsveininum í Njarðvík í góðu yfirlæti. Gunna vinkona og Dóri búa hérna rétt hinumegin við götu og reikna má með því að sú krafa verði gerð að potturinn verði hitaður í 40° til að laða dreifbýlingana að og viðbúnaður allur verði hinn mesti.

Fríið er annars búið að vera ágætt. Mikið er reyndar um útréttingar í höfuðborginni og fjallabíllinn orðinn fullur af vörum og dóti, sumt má án efa telja til munaðarvöru og annað til nauðsynja og allt jafn nauðsynlegt fyrir vikið. Bíóhús borgarinnar hafa verið sótt heim eins og tilhlýðilegt telst í slíkum ferðum og laugarnar notið þeirrar ánægju að fá margnefnda í heimsókn og allt þar frameftir götunum.

Kvikmyndin "Mamma mía" var sérdeilis aldeilis frábær bíómynd. Reyndar leit svo út fyrir að allur kvennalistinn í heild sinni væri samankominn í salnum og varpaði það einn meiri ljóma á sýninguna fyrir vikið. Myndin virðist greinilega höfða meira til kvenna en karla enda er hún sambland af ástarsögu, sem endar vel, skemmtilegum söngvum og dansi.      

Ítalía stóð undir væntingum eins og ætíð. Fjögur systkini af fimm áttu þar saman góða kvöldstund í gærkvöldi. Tekin var mynd af þessu sjaldséða mannfagnaði

               

Systkin

Bloggfærslur 14. ágúst 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband