Flugrás Ísafjörður local

Ekki var loku fyrir það skotið að  Vestfirsku fjöllin litu með velþóknun á Vertinn í Víkinni er litla Cessnan klifraði upp Skutulsfjörðinn í áttina að himinhæðum eftir hádegisbilið í gær. Mikil gleði ríkti meðal steinrunna trölla er fregnir bárust af flugferðinni og eftirvænting var algjör að sjá nú loks til margnefndrar. Flugtakið var æðislegt og í raun ótrúlegt að téður Vert skildi láta sig hafa það að setjast upp í svo lítið flugfar og láta vaða. Það var reyndar vitað mál að að þessu kæmi og því tilvalið að bóka flug í þessu veðri sem leikið hefur við okkur hér vestra undanfarið.

P1010436

Klifrað var upp af yfirvegun og Ísafjarðadjúpið lá kylliflatt fyrir flugfarþegum. Jökulfirðirnir réðu sér ekki fyrir kæti er þeir sáu þessi mæðgin saman á flugi og fuglarnir sveimuðu látlaust í kring svo alsælir að hafa fengið að fljúga við hlið þessara stórmerku flugvélar með einn dýrmætasta farm sem um getur. Þuríður sundafyllir átti ekki orð er Vertinn veifaði  drottningarvinki og Óshyrnan, Ernirinn og Traðarhyrnan nánast brustu í grát af fögnuði. Í sannleika sagt var þetta æðislegt enda landslagið stórbrotið og töfrandi. Flugmaðurinn einstaklega ábyrgðarfullur og traustvekjandi svo ekkert var að óttast.

Er stefnan var tekinn inn Önundarfjörðinn fór uppstreymi að gera vart við sig og fjöllin fóru að blása vindinum í áttina að vélinni. Smá hoss og hí kom þó ekki að sök og þrátt fyrir þennan hrekkjaskap fjallanna í kring þá stóð Vertinum alveg á sama. Dýrafjörður bauð líka upp á háloftavinda sem léku við Cessnuna. Til stóð að lenda á Þingeyrarflugvelli en flugmaðurinn ákvað a bíða með það þar til síðar. Gemlufallsheiðin og Breiðadals og Botnsheiðar buðu Vertinn velkominn og lífið var ævintýri líkast. Einn hringur var tekinn yfir Ísafirði svona rétt í lokin og lent var aftur á Ísafjarðarflugvelli eftir 50 mín. flug. Án efa á margnefnd eftir að fljúga aftur þegar fram í sækir enda eru þetta forréttindi að fá að sjá Vestfirði frá þessu sjónarhorni. Get því miður ekki birt neinar myndir með þessari færslu vegna bilunar á moggablogginu. Svo það verður að bíða betri tíma

 

 

 

 


Bloggfærslur 1. ágúst 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband