Áskorun

Pétur og Einar verður sýndur á fimmtudagskvöldið kl. 20:00 og er það síðasta sýning í bili. Fleiri sýningar munu þó verða í framhaldinu en ekki er vitað um það að svo stöddu hvenær þær verða. Það er því lag núna fyrir þá sem enn eiga eftir að koma og sjá kaffileikhúsið að mæta á fimmtudaginn og njóta sögunnar.

Skorað er á starfsmenn Vélsmiðjunnar Mjölni að mæta en einnig þykir tilhlýðilegt að hvetja Vélvirkjann til að bjóða sínu starfsfólki á sýninguna. Tilvalið telst fyrir starfsmenn Bjarnabúðar að mæta og allir smábátakarlarnir eru hvattir til að bregða undir sig betri fætinum og bjóða sínum heittelskuðu í leikhús. Allir ferðamenn sem eiga leið um bæinn mega einnig koma sem og aðrir íbúar svæðisins í heild sinni, nýbúar, molbúar og bara frónbúar héðan og þaðan geta mætt en einnig má geta þess að þurfalingar og puttalingar eru velkomnir. Háir sem lágir geta mætt með ríkum og fátækum og konur geta komið með körlum og svo öfugt. Kærustupör eru sérstaklega vel séð á sýninguna og allir litlir og stórir, mjóir og langir, en einnig eru þeir sem eru vel við vöxt hvattir til að mæta. Brosmildir og hláturmildir, jákvæðir og bjartsýnir fá sérstakar kveðjur Vertsins ef þeir mæta á sýninguna sem og allir hinir sem geta komið á meðan húsrúm leyfir


Bloggfærslur 30. júlí 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband