29.7.2008 | 13:04
Afmæli
Það var eins og við manninn mælt að er Vertinn tók upp á því að blogga fyrir alvöru fóru diskasamstæður moggans á hliðina og kerfið koslúttaðist. Myndin af flugtaki sonarins hefur án efa gert útslagið og enn er allt í hálfgerðri steik og menn leggja sig alla fram um að gera við það fór úr böndum er kerfið hrundi. Vertinum líður ekki vel ef eitthvað amar að bloggsíðunni og fer alveg á taugum ef útlit síðunnar breytist eða eitthvað verður öðruvísi en venjulega.
Vertinn er að jafnaði mjög vanaföst og telur betra að hafa hlutina í föstum skorðum en viðukennir þó fúslega að stundum raskast stöðuleikinn en það er líka ágætt að geta stundum breytt út af vananum svona endrum og eins. Glöggt má sjá vanafestu Vertsins í hjónabandinu því 19 ára brúðkaupsdagurinn minn er runninn upp í allri sinni dýrð og bíður okkur góðan dag með yndislegu veðri og sólskini.
Glöggt má sjá hve þessi nýgiftu hjón er sæl og glöð á brúðkaupsdaginn. Hlátur er einkennandi fyrir lífið á þeirra heimili og sprell og fjör oft í hávegum haft.
Hláturinn lengir lífið og því er best að hlægja eins oft og lengi og þurfa þykir og við höfum reyndar hlegið mikið saman gegnum árin og best er að minnast gleðistundanna. Eiginmaðurinn gisti reyndar á Patreksfirði í nótt ásamt hundinum Dollar. Ekki vegna þess að hann taki hundinn alveg framyfir eiginkonuna ennþá, heldur fóru þeir félagar í vinnuferð. Er húsbóndinn kemur heim í dag munum við mæta glaðbeitt í kaffisopa hjá mömmu en hún heldur upp á 78 ára afmælið sitt í dag. Hún mun án efa baka pönnukökur eins og hún á vanda til og bjóða upp á uppáhaldssúkkulaðið. Þá verður lífið eins og það á að vera.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 29. júlí 2008
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm