Flugtak


Flugferðin

Ingi, Ceres, Ýmir gall í hátarakerfi flugstjórnar í Reykjavík er sonurinn tilkynnti sjónflug um Vestfirði í kvöld. Áætlaður flugtími var ein og hálf klukkustund og flugþol fjórar og var flughæð mest 3000 fet sem er u.þ.b einn kílómeter. Flughæðin var 1000 fet yfir Bolungarvík er vélin sólaði hringi yfir bænum og veifaði til bæjarbúa. Það var frekar skrýtin upplifun að sjá á eftir feðgunum fljúga upp í háloftin og enn skrýtnara til þess að hugsa að sonurinn væri við stýrið og bæri ábyrgð á lífi og limum þeirra sem um borð væru. Hann er þó einstaklega passasamur enda er ekki annað í boði hjá ábyrgum flugmönnum.

Andri flugmaður

Mamman á eftir að fara með í fyllingu tímans. Þá skulu háloftavindar vera til friðs og útsýnið vera hið fegursta. Betra telst þó að láta flakka með mynd að flugfreyjunni í flugferðinni sem ekki reyndist vera pláss fyrir þegar allt kom til alls. Því var ekki hægt að fá svala og kaffi í ferðinni en flugið reyndist hið ánægjulegasta þrátt fyrir það.

Flugfreyjan um borð

Hér á myndinni má sjá litlu flugvélina með feðgana innanborðs á leið í loftið

Feðgar á leið í flugferð

 


Bloggfærslur 28. júlí 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband