Á bólakaf

Svona var nú lífið á höfninni í Bolungarvík í dag er tilvonandi björgunarsveitarstúlkur æfðu stökk og dýfingar. Lilja, Rebekka og Lovísa Anna létu sig vað æ ofan í æ og lífið var ljúft.

Svona var Bolungarvík í dag


Fullt hús

Fullt hús af fólki mætti í hádegið í himneska fiskisúpu úr hinu besta sjávarfangi úr Ísafjarðardjúpi. Þeir 50 Garðbæingar sem tilheyra félagi eldri borgara voru góðir gestir og kunnu vel að meta trakteringarnar. Sagan fylgdi í kaupbæti og heillandi frásögnin sogaðist inn í vitund gestanna sem urðu fyrir hughrifum og nutu augnabliksins og súpan þótti framúrskarandi. Kostgangarnir urðu að sætta sig við að borða í borðstofunni og tveir hópar fengu mat í Kjallarann svo borðað var í hverju skúmaskoti og allt gekk eins og í sögu.

Fullt hús var á Pétri og Einari í kvöld og matargestir í bland við kaffileikhúsagesti nutu kvöldsins. Reyndar var um tíma of mikið að gera á vissum tímapunkti en allt gekk þó á endanum og allir fóru heim saddir og sælir fyrir rest. Einstaklega gaman er að geta þess að nánast er alltaf fullt á sýningunni og allir virðast jafnánægðir og ævintýrið heldur áfram.  Næsta sýning er á fimmtudagskvöldið kemur og áskorun verður birt þegar nær dregur en Sparisjóðurinn mætti með hluta af sínu starfsfólki í kvöld svo ætla má að fleiri fjármálastofnanir verði hvattar til að mæta á næstu sýningar. Af þessu má sjá að rúmlega eitthundrað manns komu í hús gleðinnar í dag og það er vel. Svona eru sumir dagar undirlagðir af gestagangi og það er svo skemmtilegt og upplífgandi.

Nýja myndavélin fær oftast að vera um hálsinn á Vertinum og ný myndefni má sjá í hverju horni. Þetta á án efa eftir að verða nýja æðið hjá téðum Vert og mun hertaka hugann í einhvern tíma. Myndir eru sendar í þar til gerðar grúppur á flickr síðunni þar sem ljósmyndasíða Vertsins trónir á toppnum og viðkomandi hefur tekið þátt í ljósmyndakeppnum hér og þar og hyggur á landvinninga á ljósmyndasviðinu.

Læt fylgja mynd af húsbrunanum í Dísarlandi en þessi mynd hefur birts víða í dag.

Kveikjum eld


Bloggfærslur 25. júlí 2008

Um bloggið

Vertinn í Víkinni

Höfundur

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Konukvöld 2014
  • ...a_fimmtudag
  • ...img_0326
  • ...img_0327
  • ...img_0319

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband