25.7.2008 | 21:29
Á bólakaf
Svona var nú lífið á höfninni í Bolungarvík í dag er tilvonandi björgunarsveitarstúlkur æfðu stökk og dýfingar. Lilja, Rebekka og Lovísa Anna létu sig vað æ ofan í æ og lífið var ljúft.
Svona var Bolungarvík í dag
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2008 | 01:54
Fullt hús
Fullt hús af fólki mætti í hádegið í himneska fiskisúpu úr hinu besta sjávarfangi úr Ísafjarðardjúpi. Þeir 50 Garðbæingar sem tilheyra félagi eldri borgara voru góðir gestir og kunnu vel að meta trakteringarnar. Sagan fylgdi í kaupbæti og heillandi frásögnin sogaðist inn í vitund gestanna sem urðu fyrir hughrifum og nutu augnabliksins og súpan þótti framúrskarandi. Kostgangarnir urðu að sætta sig við að borða í borðstofunni og tveir hópar fengu mat í Kjallarann svo borðað var í hverju skúmaskoti og allt gekk eins og í sögu.
Fullt hús var á Pétri og Einari í kvöld og matargestir í bland við kaffileikhúsagesti nutu kvöldsins. Reyndar var um tíma of mikið að gera á vissum tímapunkti en allt gekk þó á endanum og allir fóru heim saddir og sælir fyrir rest. Einstaklega gaman er að geta þess að nánast er alltaf fullt á sýningunni og allir virðast jafnánægðir og ævintýrið heldur áfram. Næsta sýning er á fimmtudagskvöldið kemur og áskorun verður birt þegar nær dregur en Sparisjóðurinn mætti með hluta af sínu starfsfólki í kvöld svo ætla má að fleiri fjármálastofnanir verði hvattar til að mæta á næstu sýningar. Af þessu má sjá að rúmlega eitthundrað manns komu í hús gleðinnar í dag og það er vel. Svona eru sumir dagar undirlagðir af gestagangi og það er svo skemmtilegt og upplífgandi.
Nýja myndavélin fær oftast að vera um hálsinn á Vertinum og ný myndefni má sjá í hverju horni. Þetta á án efa eftir að verða nýja æðið hjá téðum Vert og mun hertaka hugann í einhvern tíma. Myndir eru sendar í þar til gerðar grúppur á flickr síðunni þar sem ljósmyndasíða Vertsins trónir á toppnum og viðkomandi hefur tekið þátt í ljósmyndakeppnum hér og þar og hyggur á landvinninga á ljósmyndasviðinu.
Læt fylgja mynd af húsbrunanum í Dísarlandi en þessi mynd hefur birts víða í dag.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 25. júlí 2008
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm