17.7.2008 | 11:11
Ævintýrið heldur áfram
Ævintýrasýningin um frumkvöðlana Pétur og Einar heldur áfram að slá í gegn og gengur framar vonum. Vertinn í Víkinni er aðsjálfsögðu frumkvöðull að því að láta slíka sögu á fjalirnar með einleik sem þessum þar sem sögusviðið er hús með mikla sögu. Nú vilja fleiri feta í fótspor fyrrnefndar og segja sögur hér og þar af merkismönnum í byggðarlögum hér vestra. Sagan mun því varðveitast um ókomna tíð.
Segjast verður alveg eins og er að téður Vert er nokkuð rígmontin af því að nýta eigi hugmyndina víðar um fjórðunginn og vonandi mun sagan skila sér eins vel og saga Péturs og Einars gerir í Einarshúsi.
Vertinn telur sig reyndar ómissandi á hverri sýningunni á fætur annari því hún hefur þann starfa að starta sýningunni með því að ýta á einn kraftaverkatakka á lyklaborðinu og stjórna klappinu og er það ærinn starfi út af fyrir sig. Viðkomandi hefur séð einleikinn ótal sinnum og það er varla einleikið hve gaman margnefnd hefur af sýningunni. Mest er þó gaman að sjá hvað allir hinir hafa gaman af henni og njóta þess sem fram er borið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 01:57
Lífið í mynd
Vertinn hefur fengið glænýja myndavél til festa andartök augnabliksins á filmu. Fréttaritari á margfrægum netmiðli sem www.vikari.is þarf að vera vel tækjum búinn og eiga góða myndavél til að geta talist starfi sínu vaxinn og brá ritstjórinn á það ráð að yngja upp í ljósmyndavélatækjakosti Vertsins og fréttastjórans. Var því deginum mikið til verið varið í að finna myndefni hér og þar um bæinn og leita að einhverju sérstöku sem hægt væri að fanga á filmuna í nýju myndavélinni. Vesæll fífill í túninu heima þótti vel til þess fallinn að vera slitinn upp til að nýtast sem módel í fyrsta kastinu og stillt var á sérstillingu fyrir blómamyndir og smellt var af. Það sér auðvitað hver maður að myndin er afbragðsgóð miðað við reynsluleysi ljósmyndarans á þessu sviði en trúlega fengi myndin ekki háa einkunn í virtum ljósmyndasamkeppnum.
Sérstakur hjartalaga takki er á myndavélinni sem Vertinn telur að eigi að brúkast ef taka á erótískarmyndir við hin og þessi tilefni. Sú stilling verður notuð síðar og myndirnar birtar jafnóðum ef þurfa þykir. Vertinn hefur reynt að stofna svokallaða flickr síðu á internetinu en klaufagangur hefur valdið því að það hefur ekki tekist skammlaust. Myndasmiðurinn í fjölskyldunni, sem einnig er systir mín, er á leiðinni vestur til að veita alla nauðsynlega aðstoð við uppsetningu myndaforrits sem gerir það að verkum að hægt er að gera allar myndir þannig úr garði að þær beri allar af. Allar erótískar myndar verða þó skyggðar á réttum stöðum og "bröllaðar" eftir því sem við á. Myndin hér til hliðar segir söguna um býfluguna og blómin sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér enda hygg ég að lesendur þekki þá sögu út í hörgul. Í myndinni er fólgin töluverð erótík þrátt fyrir að stillt hafi verið á blómastillinguna og tel ég því betra að nota ekki hjartalaga takkann fyrst um sinn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. júlí 2008
Um bloggið
Vertinn í Víkinni
Tenglar
Bloggarar
Fréttir
- vikari.is
- bb.is
- mbl.is
- visir.is
- skip.is
- bolungarvik.is
- Lögregluvefurinn
- Heimsýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
- Bjarnarnes-Sjótaxi
- Freydís sf. Ferðaþjónusta
- Gesthouse Mánafell Gisting í Bolungarvík
- Raggagarður í Súðavík
- Heimasíða Einarshússins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
vikari
-
hallasigny
-
omarjonsson
-
komediuleikhusid
-
katagunn
-
lydurarnason
-
jyderupdrottningin
-
ekg
-
sigrunsigur
-
majabet
-
skordalsbrynja
-
ingisund
-
gudfinna
-
sigmarg
-
maple123
-
730
-
730bolungarvik
-
grazyna
-
skodunmin
-
daglegurdenni
-
matthildurh
-
otti
-
vestfirdir
-
golli
-
kolgrimur
-
hressandi
-
gylfigisla
-
hugrenningar
-
jonatli
-
gudni-is
-
esterrut
-
toshiki
-
gudrunmagnea
-
101isafjordur
-
ylfamist
-
blossom
-
kaffi
-
gattin
-
ameliafanney
-
helgi-sigmunds
-
hross
-
skolli
-
thurygudm